„Þetta er búið að vera besta liðið í vetur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 11:31 Keflavík hefur verið besta lið Dominos-deildar karla í körfubolta samkvæmt sérfræðingum Körfuboltakvölds og svo segja gárungarnir að taflan ljúgi aldrei. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir efstu sex lið Dominos-deildar karla í körfubolta í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds. Nú er komið að efstu tveimur liðum deildarinnar, Keflavík og Þór Þorlákshöfn. „Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
„Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01
„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00