Brýnt fjárfestingarátak Ólafur Ísleifsson skrifar 5. apríl 2021 09:01 Nú þegar grillir í ljós við endann á göngunum í veirufárinu þarf stefnu um endurreisn þjóðarbúsins til að uppræta atvinnuleysi og efla hagsæld í landinu. Fyrirheitin gengu ekki eftir Fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að auka opinberar framkvæmdir sem hagstjórnaraðgerð vegna farsóttarinnar sýnast ekki hafa gengið eftir ef marka má tölur Hagstofu Íslands um opinbera fjárfestingu. Hún dróst saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Hagsjá Landsbankans ályktar af þessum tölum Hagstofunnar að þessi niðurstaða skjóti verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsinga ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman. Segir í hagsjánni að opinber fjárfesting hafi nú farið minnkandi miðað við fyrra ár í sex ársfjórðunga í röð. Ljóst sé að áform stjórnvalda um stórfelld fjárfestingarátök hafi ekki gengið eftir. Í ljósi þessara efnda á fyrirheitum sýnist kannski í ódýrara kantinum hjá einstökum ráðherrum að kynna nú miklar framkvæmdir. Brettum upp ermar! Við svo búið má ekki standa. Bretta þarf upp ermar og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir með það að markmiði að styrkja innviði, eyða atvinnuleysi og bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þannig verður lagður traustur grunnur að hagsæld þjóðarinnar á komandi tímum. Brýn verkefni Fjölmargar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum um of langt skeið. Ferðamannastraumurinn sýndi að vegakerfið stenst ekki kröfur um burðargetu og öryggi. Treysta þarf flugvelli, vegi, hafnir. Fráveitu- og sorpmál eru víða í ólestri og ógna umhverfi og lýðheilsu. Stór verkefni bíða í orkuvinnslu og orkuflutningum. Hitaveitur og vatnsveitur þarfnast víða endurbóta. Sama á við um fasteignir af ýmsu tagi, skóla og sjúkrahús, og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Viðhald, endurbætur og nýframkvæmdir Höfundar hagsjár Landsbankans leggja til að byrja að vinna á mikilli uppsafnaðri viðhaldsþörf sem myndast hefur á síðustu árum. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi frá febrúar á þessu ári kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi umtalsverð. Þörfin er áætluð um 420 ma.kr. eða 14,2% af landsframleiðslu ársins 2020. Þessi upphæð nemur rúmlega fjórfaldri opinberri fjárfestingu ársins 2020. Viðhaldi innviða hefur að dómi SI verið verulega ábótavant í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Víða um land eru hættulegir vegarkaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru kapítuli út af fyrir sig. Þar þarf að styrkja stofnbrautir, koma upp mislægum gatnamótum, beita ljósastýringu og leggja Sundabraut. Umtalsverð raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Þetta kallar á fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Skortur er á hjúkrunarheimilum. Uppræta þarf myglu í fjölmörgum opinberum byggingum. Skynsamleg fjármögnun framkvæmda Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Hefur byggst upp í landinu þekking á rekstri slíkra verkefna. Til að fjármagna framkvæmdir af þessu tagi má sjá fyrir sér að ríkið stofni félag sem nýtir þekkingu og hugvit. Slíkt félag gæti leitað til almennings og boðið lífeyrissjóðum áhugaverða fjárfestingarkosti sem féllu vel að eignasöfnum þeirra. Með þessu væri komið til móts við nauðsyn sjóðanna á að ávaxta ráðstöfunarfé til langs tíma til hagsbóta fyrir sjóðfélaga. Verkefnin eru arðsöm og geta staðið undir vænlegri ávöxtun til þeirra sem leggja fjármagn til framkvæmda. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar grillir í ljós við endann á göngunum í veirufárinu þarf stefnu um endurreisn þjóðarbúsins til að uppræta atvinnuleysi og efla hagsæld í landinu. Fyrirheitin gengu ekki eftir Fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að auka opinberar framkvæmdir sem hagstjórnaraðgerð vegna farsóttarinnar sýnast ekki hafa gengið eftir ef marka má tölur Hagstofu Íslands um opinbera fjárfestingu. Hún dróst saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Hagsjá Landsbankans ályktar af þessum tölum Hagstofunnar að þessi niðurstaða skjóti verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsinga ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman. Segir í hagsjánni að opinber fjárfesting hafi nú farið minnkandi miðað við fyrra ár í sex ársfjórðunga í röð. Ljóst sé að áform stjórnvalda um stórfelld fjárfestingarátök hafi ekki gengið eftir. Í ljósi þessara efnda á fyrirheitum sýnist kannski í ódýrara kantinum hjá einstökum ráðherrum að kynna nú miklar framkvæmdir. Brettum upp ermar! Við svo búið má ekki standa. Bretta þarf upp ermar og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir með það að markmiði að styrkja innviði, eyða atvinnuleysi og bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þannig verður lagður traustur grunnur að hagsæld þjóðarinnar á komandi tímum. Brýn verkefni Fjölmargar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum um of langt skeið. Ferðamannastraumurinn sýndi að vegakerfið stenst ekki kröfur um burðargetu og öryggi. Treysta þarf flugvelli, vegi, hafnir. Fráveitu- og sorpmál eru víða í ólestri og ógna umhverfi og lýðheilsu. Stór verkefni bíða í orkuvinnslu og orkuflutningum. Hitaveitur og vatnsveitur þarfnast víða endurbóta. Sama á við um fasteignir af ýmsu tagi, skóla og sjúkrahús, og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Viðhald, endurbætur og nýframkvæmdir Höfundar hagsjár Landsbankans leggja til að byrja að vinna á mikilli uppsafnaðri viðhaldsþörf sem myndast hefur á síðustu árum. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi frá febrúar á þessu ári kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi umtalsverð. Þörfin er áætluð um 420 ma.kr. eða 14,2% af landsframleiðslu ársins 2020. Þessi upphæð nemur rúmlega fjórfaldri opinberri fjárfestingu ársins 2020. Viðhaldi innviða hefur að dómi SI verið verulega ábótavant í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Víða um land eru hættulegir vegarkaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru kapítuli út af fyrir sig. Þar þarf að styrkja stofnbrautir, koma upp mislægum gatnamótum, beita ljósastýringu og leggja Sundabraut. Umtalsverð raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Þetta kallar á fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Skortur er á hjúkrunarheimilum. Uppræta þarf myglu í fjölmörgum opinberum byggingum. Skynsamleg fjármögnun framkvæmda Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Hefur byggst upp í landinu þekking á rekstri slíkra verkefna. Til að fjármagna framkvæmdir af þessu tagi má sjá fyrir sér að ríkið stofni félag sem nýtir þekkingu og hugvit. Slíkt félag gæti leitað til almennings og boðið lífeyrissjóðum áhugaverða fjárfestingarkosti sem féllu vel að eignasöfnum þeirra. Með þessu væri komið til móts við nauðsyn sjóðanna á að ávaxta ráðstöfunarfé til langs tíma til hagsbóta fyrir sjóðfélaga. Verkefnin eru arðsöm og geta staðið undir vænlegri ávöxtun til þeirra sem leggja fjármagn til framkvæmda. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun