Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2021 14:18 Brynjar Níelsson segir það ekkert þýða fyrir Bjarna Benediktsson formann flokksins að stilla sér upp við vegg með að samþykkja ný sóttvarnarlög. Og gera má ráð fyrir því að það eigi við vopnabróður Brynjars á þingi einnig; Óla Björn Kárason. vísir/vilhelm Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. „Ég mun ekki taka þátt í því að breyta sóttvarnarlögum núna þegar menn hafa ekki beitt viðurlögum, né sýnt fram á að fólk hafi verið að brjóta sóttkví. Byrjum á að sýna fram á það, að fólk hafi brotið sóttkví, byrjum á því að beita viðurlögum og sekta þá sem það gera. Þetta er algjör vitleysa,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Mikil óvissa er uppi eftir úrskurð sem féll í héraði í gær þess efnis ekki sé heimilt að skikka fólk í sóttvarnarhús eigi það þess kost að dvelja heima hjá sér í sóttkví. Stuðningur innan Sjálfstæðisflokksins við lagabreytingar lítill Meðal þess sem nú er rætt er að kalla saman þing og breyta lögum til að mæta þessu. Brynjar telur það fráleitt. „Ef menn líta til meðalhófsreglu er ekki hægt að leyfa sér slík vinnubrögð. Fráleitt að koma inná þingi breytingu á sóttvarnarlögunum. Ég myndi aldrei taka þátt í því. hreinar línur með það. ég veit ekki, gæti orðið tæpt á þinginu. menn verða að koma sér niður á jörðina, hvert erum við komin?“ Brynjar telur víst að ýmsir innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins myndu seint fella sig við slíkar lagabreytingar. Hann segir að menn verði að horfa til aðstæðna; það sé ekki svo að fólk sé að deyja eða um sé að ræða álag á heilbrigðiskerfið. Sigríður Á. Andersen er meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið afar gagnrýnin á sóttvarnaraðgerðir.vísir/vilhelm „Tilgangurinn helgar ekki meðalið,“ segir Brynjar sem nú er staddur á Spáni. Hann furðar sig á því að ef hann komi heim ósmitaður og ekki sé líklegt að hann hafi verið í kringum einhvern smitaðan að hann yrði þá skikkaður í sóttvarnarhús. En þetta eigi bara við þá sem eru að koma til landsins, ekki þá sem komist í návígi við einhvern smitaðan hér heima. Segir að það þýði ekki að stilla sér upp við vegg „Sér enginn mótsögn í þessu? Eða eru menn orðnir sturlaðir. Það er stóra spurningin. Maður veltir því fyrir sér, hvort menn séu að tapa sér í svona ástandi? Missa skynsemina og alla dómgreind. Að allt megi? Af því að við erum öll almannavarnir og sóttvarnaryfirvöld ætla að vera best í heimi?“ spyr þingmaðurinn og ljóst að honum sýnist ríkja fullkomið fár. Brynjar segir að hann efist stórlega um að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyni að setja þingmönnum stólinn fyrir dyrnar. Hann viti að það þýði ekkert að tala svo við sig eða Sigríði Á. Andersen ef því er að skipta. Þá segist Brynjar ekki vera slíkur maður að hann ætli vilji ráðast á ráðherra eða hrópa eftir mótsögn. Það sé flókið að vera ráðherra þegar allir eru farnir af taugum og þetta sé snúið viðfangsefni. En það hljóti að vera svo að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra beri ábyrgð á þessari snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. 6. apríl 2021 11:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Ég mun ekki taka þátt í því að breyta sóttvarnarlögum núna þegar menn hafa ekki beitt viðurlögum, né sýnt fram á að fólk hafi verið að brjóta sóttkví. Byrjum á að sýna fram á það, að fólk hafi brotið sóttkví, byrjum á því að beita viðurlögum og sekta þá sem það gera. Þetta er algjör vitleysa,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Mikil óvissa er uppi eftir úrskurð sem féll í héraði í gær þess efnis ekki sé heimilt að skikka fólk í sóttvarnarhús eigi það þess kost að dvelja heima hjá sér í sóttkví. Stuðningur innan Sjálfstæðisflokksins við lagabreytingar lítill Meðal þess sem nú er rætt er að kalla saman þing og breyta lögum til að mæta þessu. Brynjar telur það fráleitt. „Ef menn líta til meðalhófsreglu er ekki hægt að leyfa sér slík vinnubrögð. Fráleitt að koma inná þingi breytingu á sóttvarnarlögunum. Ég myndi aldrei taka þátt í því. hreinar línur með það. ég veit ekki, gæti orðið tæpt á þinginu. menn verða að koma sér niður á jörðina, hvert erum við komin?“ Brynjar telur víst að ýmsir innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins myndu seint fella sig við slíkar lagabreytingar. Hann segir að menn verði að horfa til aðstæðna; það sé ekki svo að fólk sé að deyja eða um sé að ræða álag á heilbrigðiskerfið. Sigríður Á. Andersen er meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið afar gagnrýnin á sóttvarnaraðgerðir.vísir/vilhelm „Tilgangurinn helgar ekki meðalið,“ segir Brynjar sem nú er staddur á Spáni. Hann furðar sig á því að ef hann komi heim ósmitaður og ekki sé líklegt að hann hafi verið í kringum einhvern smitaðan að hann yrði þá skikkaður í sóttvarnarhús. En þetta eigi bara við þá sem eru að koma til landsins, ekki þá sem komist í návígi við einhvern smitaðan hér heima. Segir að það þýði ekki að stilla sér upp við vegg „Sér enginn mótsögn í þessu? Eða eru menn orðnir sturlaðir. Það er stóra spurningin. Maður veltir því fyrir sér, hvort menn séu að tapa sér í svona ástandi? Missa skynsemina og alla dómgreind. Að allt megi? Af því að við erum öll almannavarnir og sóttvarnaryfirvöld ætla að vera best í heimi?“ spyr þingmaðurinn og ljóst að honum sýnist ríkja fullkomið fár. Brynjar segir að hann efist stórlega um að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyni að setja þingmönnum stólinn fyrir dyrnar. Hann viti að það þýði ekkert að tala svo við sig eða Sigríði Á. Andersen ef því er að skipta. Þá segist Brynjar ekki vera slíkur maður að hann ætli vilji ráðast á ráðherra eða hrópa eftir mótsögn. Það sé flókið að vera ráðherra þegar allir eru farnir af taugum og þetta sé snúið viðfangsefni. En það hljóti að vera svo að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra beri ábyrgð á þessari snurðu sem hlaupin er á þráðinn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. 6. apríl 2021 11:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11
Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. 6. apríl 2021 11:30