Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 07:45 Stuðningsmenn Inuit Ataqatigiit fögnuðu í gærkvöldi. EPA Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00