„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Snorri Másson skrifar 7. apríl 2021 11:07 Herra Hnetusmjör sendir ríkisstjórninni tóninn. Daniel Thor Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. „Jæja. Hvenær ætlum við að hætta að láta vaða yfir okkur?“ spurði rapparinn, Árni Páll Árnason að skírnarnafni, á hringrás sinni á Instagram í gær (e. story). Fylgjendur rapparans eru rúmlega 22.000 talsins og að uppistöðu ungt fólk, að ætla má. Fyrst birti Árni Páll skjáskot af frétt af því að nú væri farþegum utan Schengen hleypt inn í landið. Næsta mynd var síðan skjáskot með yfirliti af þeim hörðu takmörkunum sem Íslendingar lifa nú við hversdagslega, þar sem stór hópur fólks fær ekki stundað atvinnu sína eða líkamsrækt. Þarna eru stjórnvöld komin í mótsögn við sjálf sig, að mati Árna. Mynd og mynd fara ekki saman, að mati Herra Hnetusmjörs.Instagram Rapparinn hvetur til aðgerða: „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg. Nóg af því að vera sett í annað sæti. Nóg af því að mega ekki hitta ástvini. Nóg af því að mega ekki stunda nám eða vinnu. Allt á meðan landamærin eru opnuð enn meir.“ Næst opnar hann fyrir tillögur frá fylgjendum sínum og spyr: „Mótmæli? Hætta að hlýða? Brenna allt? Opinn fyrir öllu.“ Vísir sló á þráðinn til rapparans sem kvaðst ekki hafa neinu við skilaboð sín í hringrásinni að bæta. Ætla má að rapparinn hafi orðið af miklum tekjum í gegnum faraldurinn en á Íslandi hafa samkomutakmarkanir verið við lýði í einhverri mynd samfleytt í meira en ár. Þessa stundina mega aðeins tíu koma saman á einkasamkomum. Barir og skemmtistaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum er óheimilt að starfa og allar sviðslistir eru ólöglegar. Þetta á að gilda til 15. apríl en engin loforð hafa verið gefin um afléttingar þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið. Rapparinn biður fylgjendur sína að gefa sér ráð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Jæja. Hvenær ætlum við að hætta að láta vaða yfir okkur?“ spurði rapparinn, Árni Páll Árnason að skírnarnafni, á hringrás sinni á Instagram í gær (e. story). Fylgjendur rapparans eru rúmlega 22.000 talsins og að uppistöðu ungt fólk, að ætla má. Fyrst birti Árni Páll skjáskot af frétt af því að nú væri farþegum utan Schengen hleypt inn í landið. Næsta mynd var síðan skjáskot með yfirliti af þeim hörðu takmörkunum sem Íslendingar lifa nú við hversdagslega, þar sem stór hópur fólks fær ekki stundað atvinnu sína eða líkamsrækt. Þarna eru stjórnvöld komin í mótsögn við sjálf sig, að mati Árna. Mynd og mynd fara ekki saman, að mati Herra Hnetusmjörs.Instagram Rapparinn hvetur til aðgerða: „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg. Nóg af því að vera sett í annað sæti. Nóg af því að mega ekki hitta ástvini. Nóg af því að mega ekki stunda nám eða vinnu. Allt á meðan landamærin eru opnuð enn meir.“ Næst opnar hann fyrir tillögur frá fylgjendum sínum og spyr: „Mótmæli? Hætta að hlýða? Brenna allt? Opinn fyrir öllu.“ Vísir sló á þráðinn til rapparans sem kvaðst ekki hafa neinu við skilaboð sín í hringrásinni að bæta. Ætla má að rapparinn hafi orðið af miklum tekjum í gegnum faraldurinn en á Íslandi hafa samkomutakmarkanir verið við lýði í einhverri mynd samfleytt í meira en ár. Þessa stundina mega aðeins tíu koma saman á einkasamkomum. Barir og skemmtistaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum er óheimilt að starfa og allar sviðslistir eru ólöglegar. Þetta á að gilda til 15. apríl en engin loforð hafa verið gefin um afléttingar þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið. Rapparinn biður fylgjendur sína að gefa sér ráð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira