Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 23:57 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30