Féllu fyrir fjórum árum en mæta Man. Utd í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 09:00 Framherjinn Roberto Soldado hefur tekið þátt í upprisu Granada. Getty/Laszlo Szirtesi Íbúar Granada áttu sjálfsagt ekki von á því að fá stórlið Manchester United til borgarinnar í nánustu framtíð, þegar lið Granada féll úr efstu deild Spánar fyrir fjórum árum eftir eintóma fallbaráttu í mörg ár. Leikmenn United eru engu að síður mættir til ferðamannaborgarinnar fallegu, eftir ævintýralega upprisu Granada undir stjórn þjálfarans Diego Martínez. Leikur liðanna hefst kl. 19 í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Martínez, þá 37 ára, tók við Granada sumarið 2018 og var þá lítt þekktur. Hann hafði þó verið meðal annars aðstoðarþjálfari hjá Sevilla og stýrt Osasuna í eina leiktíð. Hjá Granada hefur allt gengið upp undir stjórn Martínez og það er ekki vegna þess að peningum hafi verið dælt í félagið. Dýrasti leikmaðurinn í hópnum í dag er sóknarmaðurinn Luis Suárez, öllu óþekktari en nafni hans hjá Atlético Madrid, sem keyptur var frá Watford fyrir 6,75 milljónir punda. Kólumbíumaðurinn Luis Suarez er dýrasti leikmaðurinn í liði Granada.Getty/David S. Bustamante Granada vann sig upp úr spænsku B-deildinni á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Martínez og endaði svo í 7. sæti í fyrra. Þar með komst liðið í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Á leið sinni í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, gegn United, sló liðið út Molde og Napoli eftir að hafa endað í 2. sæti síns riðils, stigi á eftir PSV Eindhoven. Segir þjálfarann hafa breytt öllu Í fremstu víglínu hjá Granada er hinn 35 ára gamli Roberto Soldado, fyrrverandi framherji Tottenham, sem Martínez fékk til félagsins eftir að Granada komst upp í efstu deild 2019. Soldado reyndi að útskýra hverju Martínez og aðstoðarmenn hans hefðu breytt: „Þeir hafa gjörsamlega umturnað öllu. Þeir endurnýjuðu allt í umgjörðinni hjá félaginu og vöxtur félagsins er að stærstum hluta Martínez að þakka, og þeirri trú sem búningsklefinn hefur á hans vinnu,“ sagði Soldado. Granada hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í spænsku 1. deildinni og er í 9. sæti. Möguleikinn á að liðið leiki aftur í Evrópukeppni á næstu leiktíð er því ekki mikill en sigur í Evrópudeildinni myndi þó að minnsta kosti fleyta liðinu þangað. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Leikmenn United eru engu að síður mættir til ferðamannaborgarinnar fallegu, eftir ævintýralega upprisu Granada undir stjórn þjálfarans Diego Martínez. Leikur liðanna hefst kl. 19 í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Martínez, þá 37 ára, tók við Granada sumarið 2018 og var þá lítt þekktur. Hann hafði þó verið meðal annars aðstoðarþjálfari hjá Sevilla og stýrt Osasuna í eina leiktíð. Hjá Granada hefur allt gengið upp undir stjórn Martínez og það er ekki vegna þess að peningum hafi verið dælt í félagið. Dýrasti leikmaðurinn í hópnum í dag er sóknarmaðurinn Luis Suárez, öllu óþekktari en nafni hans hjá Atlético Madrid, sem keyptur var frá Watford fyrir 6,75 milljónir punda. Kólumbíumaðurinn Luis Suarez er dýrasti leikmaðurinn í liði Granada.Getty/David S. Bustamante Granada vann sig upp úr spænsku B-deildinni á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Martínez og endaði svo í 7. sæti í fyrra. Þar með komst liðið í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Á leið sinni í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, gegn United, sló liðið út Molde og Napoli eftir að hafa endað í 2. sæti síns riðils, stigi á eftir PSV Eindhoven. Segir þjálfarann hafa breytt öllu Í fremstu víglínu hjá Granada er hinn 35 ára gamli Roberto Soldado, fyrrverandi framherji Tottenham, sem Martínez fékk til félagsins eftir að Granada komst upp í efstu deild 2019. Soldado reyndi að útskýra hverju Martínez og aðstoðarmenn hans hefðu breytt: „Þeir hafa gjörsamlega umturnað öllu. Þeir endurnýjuðu allt í umgjörðinni hjá félaginu og vöxtur félagsins er að stærstum hluta Martínez að þakka, og þeirri trú sem búningsklefinn hefur á hans vinnu,“ sagði Soldado. Granada hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í spænsku 1. deildinni og er í 9. sæti. Möguleikinn á að liðið leiki aftur í Evrópukeppni á næstu leiktíð er því ekki mikill en sigur í Evrópudeildinni myndi þó að minnsta kosti fleyta liðinu þangað. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira