„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2021 13:02 Hallbera Gísladóttir er leikjahæst í íslenska hópnum með 117 landsleiki. vísir/vilhelm Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. Hallbera flutti til Stokkhólms í vetur þar sem hún stundar háskólanám auk þess að spila með AIK í sænsku úrvalsdeildinni. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig að fara út. Það er álag heima að vinna með fótboltanum. Hér hef ég getað sinnt fótboltanum og náminu,“ sagði Hallbera á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. „Þetta hefur verið fínt, sérstaklega núna. Ég þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað.“ Hallbera og stöllur hennar í landsliðinu eru nú staddar á Ítalíu þar sem þær mæta heimakonum í tveimur vináttulandsleikjum, tíunda og þrettánda apríl. Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Þorsteins Halldórssonar. „Það er langt síðan við hittumst síðan og þá gekk mikið á. Það er gott að fá þessa leiki, sérstaklega þar sem við erum með nýtt þjálfarateymi,“ sagði Hallbera. Aðalkeppinautur hennar um stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu er hin nítján ára Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. „Hún er frábær leikmaður. Við erum svolítið svipaðar. Hún er framtíðin í þessu liði og við viljum báðar spila. Ég bakka hana upp ef hún verður valin en auðvitað vil ég spila,“ sagði Hallbera sem hefur leikið 117 landsleiki. EM 2021 í Englandi Íslendingar erlendis Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Sjá meira
Hallbera flutti til Stokkhólms í vetur þar sem hún stundar háskólanám auk þess að spila með AIK í sænsku úrvalsdeildinni. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig að fara út. Það er álag heima að vinna með fótboltanum. Hér hef ég getað sinnt fótboltanum og náminu,“ sagði Hallbera á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. „Þetta hefur verið fínt, sérstaklega núna. Ég þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað.“ Hallbera og stöllur hennar í landsliðinu eru nú staddar á Ítalíu þar sem þær mæta heimakonum í tveimur vináttulandsleikjum, tíunda og þrettánda apríl. Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Þorsteins Halldórssonar. „Það er langt síðan við hittumst síðan og þá gekk mikið á. Það er gott að fá þessa leiki, sérstaklega þar sem við erum með nýtt þjálfarateymi,“ sagði Hallbera. Aðalkeppinautur hennar um stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu er hin nítján ára Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. „Hún er frábær leikmaður. Við erum svolítið svipaðar. Hún er framtíðin í þessu liði og við viljum báðar spila. Ég bakka hana upp ef hún verður valin en auðvitað vil ég spila,“ sagði Hallbera sem hefur leikið 117 landsleiki.
EM 2021 í Englandi Íslendingar erlendis Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Sjá meira