Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2021 19:20 Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um heimasóttkví og sóttkvíarhótel tekur gildi á miðnætti. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira