Bólusetning myndi draga úr álagi á foreldra langveikra barna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2021 21:15 Guðrún Helga hefur áhyggjur af auknu álagi á foreldra langveikra barna. Þá þyngist róður félagsins stöðugt. Vísir/Sigurjón Foreldrar langveikra barna kalla eftir því að fá forgang í bólusetningar við kórónuveirunni. Sumir hafa þurft að vera í nær stöðugu verndarsóttkví á heimili sínu og segja velvild vinnuveitenda sinna að þolmörkum komna. Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira