Veiran og að viðurkenna að maður veit ekki neitt Helgi Áss Grétarsson skrifar 9. apríl 2021 14:00 Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims. Sú viðurkenning, að vita ekki neitt um tiltekið málefni, er mikilvæg, bæði í dag sem og á tímum Sókratesar. Aðferðafræðin sem leiðir af slíkri viðurkenningu er að sá sem rannsakar tiltekið úrlausnarefni á jafnan að halda sig við það sem hann þekkir og fullyrða ekki meira en það sem sönnunargögn heimila á hverjum tíma. Sem dæmi, snjallasti læknir í heimi þarf ekki endilega að vita hvernig byggja á brú, rétt eins og frábær lögfræðingur hefur vart kunnáttu til að skera upp sjúkling. Covid-19 og opinber umræða Þegar Covid-19 faraldurinn hófst fyrir rúmu ári ákvað ég fljótlega að hafa ekki skoðun á ráðstöfunum sóttvarnaryfirvalda, hvort sem það væri hér á landi eða um heim allan. Þessi nálgun stafaði einfaldlega af því að málefnið er svo flókið að ég vildi hvorki eyða tíma né orku í að afla mér fullnægjandi þekkingar til að hafa skoðun á því. Af því leiðir að skást væri fyrir mig að gæta að persónulegum sóttvörnum. Þá von hef ég einnig ávallt borið í brjósti að yfirvöld vernduðu almannahagsmuni með sóttvarnarráðstöfunum sem reistar væru á traustum vísindalegum grundvelli. Um þessar ráðstafanir eru hins vegar skiptar skoðanir, sumir telja að sóttvarnir eigi að vera afar strangar á meðan aðrir telja að þær eigi að vera mun frjálslegri. Í opinberri umræðu um þetta málefni tel ég æskilegt að þeir sem fara með völd eða hafa mikil áhrif á stefnumótun, gæti hófsemdar í sinni orðræðu. Málefnið er viðkvæmt og traust skiptir verulegu máli. Einn þeirra sem hafa unnið sér rétt til að tjá sig um veiruna skæðuna og sóttvarnir, er Kári Stefánsson. Um færni hans sem læknis og vísindamanns hef ég engar forsendur til að efast, ferill hans talar sínu máli. Á hinn bóginn tel ég að hann hafi á ýmsan hátt leikið af sér í nýjasta viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósi RÚV 8. apríl síðastliðinn, m.a. tjáði hann sig ógætilega um nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvarðanir um skyldu tiltekinna einstaklinga til að dvelja á sóttvarnarhúsi voru felldar úr gildi. Hvers vegna var orðræða Kára óvarfærin? Fyrrnefndir úrskurðir héraðsdóms virðast reistir á því einfalda atriði að þegar yfirvöld svipta einstakling frelsi þurfi lög að vera skýr og ófullnægjandi er að reglugerð mæli fyrir um slíka skipan mála þegar lögin sjálf geyma ekki slíka heimild. Um þetta grundvallaratriði er m.a. kveðið í stjórnarskránni. Þrátt fyrir að Kári hafi mátt vita þetta gaf hann til kynna í viðtalinu að niðurstaðan í úrskurðum héraðsdóms væri röng og til að styrkja þann málflutning vísaði hann til persónulegra samtala sinna við ýmsa lögfræðinga, m.a. sumra sem væru „dómarar á æðri dómstigum“. Líta verður á þessa heimild Kára sem sögusögn er enga þýðingu hefur. Frekari fullyrðingar voru settar fram af Kára í viðtalinu sem furðu vekja, t.d. hreyfði hann við því að lögmenn þeirra sem borið hefðu mál umbjóðenda sinna fyrir dómstóla hefðu með ásettu ráði girt fyrir að úrskurðir héraðsdóms kæmust til endurskoðunar á æðra dómstigi. Einnig hljóta ýmis önnur ummæli hans vera umdeilanleg, t.d. þau að „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ en nú þegar hefur einn þingmaður rökstutt það með ítarlegum hætti að síðastnefnda atriðið sé rangt. Lokaorð Nú getur hver sem er haft skoðun á niðurstöðum dómstóla en mér þykir óheppilegt að áhrifamikill læknir tjái sig um lagaatriði af þessum toga á þann hátt sem gert var í áðurnefndum kastljóssþætti. Rökréttara er að leggja áherslu á að þar til bærir sérfræðingar og stjórnmálamenn leiti leiða til að ná tökum á Covid-19 faraldrinum hér á landi en á sama tíma virði grunnreglur réttarríkisins. Það er engum greiði gerður að of langt sé gengið í að höggva skorð í mannréttindi einstaklinga. Vart er ástæða heldur til að draga heilindi dómara í efa en samkvæmt stjórnarskránni ber dómendum í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims. Sú viðurkenning, að vita ekki neitt um tiltekið málefni, er mikilvæg, bæði í dag sem og á tímum Sókratesar. Aðferðafræðin sem leiðir af slíkri viðurkenningu er að sá sem rannsakar tiltekið úrlausnarefni á jafnan að halda sig við það sem hann þekkir og fullyrða ekki meira en það sem sönnunargögn heimila á hverjum tíma. Sem dæmi, snjallasti læknir í heimi þarf ekki endilega að vita hvernig byggja á brú, rétt eins og frábær lögfræðingur hefur vart kunnáttu til að skera upp sjúkling. Covid-19 og opinber umræða Þegar Covid-19 faraldurinn hófst fyrir rúmu ári ákvað ég fljótlega að hafa ekki skoðun á ráðstöfunum sóttvarnaryfirvalda, hvort sem það væri hér á landi eða um heim allan. Þessi nálgun stafaði einfaldlega af því að málefnið er svo flókið að ég vildi hvorki eyða tíma né orku í að afla mér fullnægjandi þekkingar til að hafa skoðun á því. Af því leiðir að skást væri fyrir mig að gæta að persónulegum sóttvörnum. Þá von hef ég einnig ávallt borið í brjósti að yfirvöld vernduðu almannahagsmuni með sóttvarnarráðstöfunum sem reistar væru á traustum vísindalegum grundvelli. Um þessar ráðstafanir eru hins vegar skiptar skoðanir, sumir telja að sóttvarnir eigi að vera afar strangar á meðan aðrir telja að þær eigi að vera mun frjálslegri. Í opinberri umræðu um þetta málefni tel ég æskilegt að þeir sem fara með völd eða hafa mikil áhrif á stefnumótun, gæti hófsemdar í sinni orðræðu. Málefnið er viðkvæmt og traust skiptir verulegu máli. Einn þeirra sem hafa unnið sér rétt til að tjá sig um veiruna skæðuna og sóttvarnir, er Kári Stefánsson. Um færni hans sem læknis og vísindamanns hef ég engar forsendur til að efast, ferill hans talar sínu máli. Á hinn bóginn tel ég að hann hafi á ýmsan hátt leikið af sér í nýjasta viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósi RÚV 8. apríl síðastliðinn, m.a. tjáði hann sig ógætilega um nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvarðanir um skyldu tiltekinna einstaklinga til að dvelja á sóttvarnarhúsi voru felldar úr gildi. Hvers vegna var orðræða Kára óvarfærin? Fyrrnefndir úrskurðir héraðsdóms virðast reistir á því einfalda atriði að þegar yfirvöld svipta einstakling frelsi þurfi lög að vera skýr og ófullnægjandi er að reglugerð mæli fyrir um slíka skipan mála þegar lögin sjálf geyma ekki slíka heimild. Um þetta grundvallaratriði er m.a. kveðið í stjórnarskránni. Þrátt fyrir að Kári hafi mátt vita þetta gaf hann til kynna í viðtalinu að niðurstaðan í úrskurðum héraðsdóms væri röng og til að styrkja þann málflutning vísaði hann til persónulegra samtala sinna við ýmsa lögfræðinga, m.a. sumra sem væru „dómarar á æðri dómstigum“. Líta verður á þessa heimild Kára sem sögusögn er enga þýðingu hefur. Frekari fullyrðingar voru settar fram af Kára í viðtalinu sem furðu vekja, t.d. hreyfði hann við því að lögmenn þeirra sem borið hefðu mál umbjóðenda sinna fyrir dómstóla hefðu með ásettu ráði girt fyrir að úrskurðir héraðsdóms kæmust til endurskoðunar á æðra dómstigi. Einnig hljóta ýmis önnur ummæli hans vera umdeilanleg, t.d. þau að „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ en nú þegar hefur einn þingmaður rökstutt það með ítarlegum hætti að síðastnefnda atriðið sé rangt. Lokaorð Nú getur hver sem er haft skoðun á niðurstöðum dómstóla en mér þykir óheppilegt að áhrifamikill læknir tjái sig um lagaatriði af þessum toga á þann hátt sem gert var í áðurnefndum kastljóssþætti. Rökréttara er að leggja áherslu á að þar til bærir sérfræðingar og stjórnmálamenn leiti leiða til að ná tökum á Covid-19 faraldrinum hér á landi en á sama tíma virði grunnreglur réttarríkisins. Það er engum greiði gerður að of langt sé gengið í að höggva skorð í mannréttindi einstaklinga. Vart er ástæða heldur til að draga heilindi dómara í efa en samkvæmt stjórnarskránni ber dómendum í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögum. Höfundur er lögfræðingur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun