Fullyrðingar um aðför að sóttvörnum óvarlegar Snorri Másson skrifar 9. apríl 2021 16:03 Héraðsdómur Reykjavíkur og spegilmynd stjórnarheimilisins í Lækjargötu. Vísir/Vilhelm Stjórn Dómarafélags Íslands segir að ummæli sem komið hafa fram um Héraðsdóm Reykjavíkur séu sum til þess fallin að grafa undan stoðum réttarríkisins. Er því meðal annars beint að Læknafélagi Íslands, en einnig hafa ráðherra og sóttvarnalækni talað um vonbrigði með dóm dómstóla. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, sagði úrskurð héraðsdóms um lögmæti skyldudvalar á sóttkvíarhóteli „alvarlega aðför að sóttvörnum landsins og úrræðum sem þarf að vera hægt að grípa til á óvissu- og hættutímum.“ Dómarafélagið fer hörðum orðum um þessar yfirlýsingar: „Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins.“ Svo virðist sem yfirlýsingu Dómarafélagsins sé einkum beint til Læknafélagsins, en aðrir en Læknafélagið hafa gagnrýnt dómstóla. Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir hafa sagt niðurstöðu héraðsdóms vonbrigði og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að dómstólnum hlyti að hafa orðið á mistök. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýndi heilbrigðisyfirvöld á sama hátt í gær fyrir að grafa undan íslenskum dómstólum. „Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ sagði Bjarni. Ítrekuð ummæli um vonbrigði með dómstóla væru ótæk í lýðræðisríki, einkum í viðkvæmu ástandi eins og nú. Yfirlýsing Dómarafélags Íslands Stjórnarskrá lýðveldisins og skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði mannréttinda byggjast meðal annars á því að stjórnvöld verði að hafa lagaheimild til að skerða frelsi borgaranna. Í réttarríki er það hlutverk sjálfstæðra dómstóla að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þessa skyldu sína. Málefnaleg gagnrýni á störf dómstóla á alltaf rétt á sér. Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins. Stjórn Dómarafélags Íslands, Reykjavík 9. apríl 2021 Bergþóra Ingólfsdóttir, Karl Axelsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen, Kristrún Kristinsdóttir. Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 „Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. 9. apríl 2021 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, sagði úrskurð héraðsdóms um lögmæti skyldudvalar á sóttkvíarhóteli „alvarlega aðför að sóttvörnum landsins og úrræðum sem þarf að vera hægt að grípa til á óvissu- og hættutímum.“ Dómarafélagið fer hörðum orðum um þessar yfirlýsingar: „Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins.“ Svo virðist sem yfirlýsingu Dómarafélagsins sé einkum beint til Læknafélagsins, en aðrir en Læknafélagið hafa gagnrýnt dómstóla. Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir hafa sagt niðurstöðu héraðsdóms vonbrigði og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að dómstólnum hlyti að hafa orðið á mistök. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýndi heilbrigðisyfirvöld á sama hátt í gær fyrir að grafa undan íslenskum dómstólum. „Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ sagði Bjarni. Ítrekuð ummæli um vonbrigði með dómstóla væru ótæk í lýðræðisríki, einkum í viðkvæmu ástandi eins og nú. Yfirlýsing Dómarafélags Íslands Stjórnarskrá lýðveldisins og skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði mannréttinda byggjast meðal annars á því að stjórnvöld verði að hafa lagaheimild til að skerða frelsi borgaranna. Í réttarríki er það hlutverk sjálfstæðra dómstóla að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þessa skyldu sína. Málefnaleg gagnrýni á störf dómstóla á alltaf rétt á sér. Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins. Stjórn Dómarafélags Íslands, Reykjavík 9. apríl 2021 Bergþóra Ingólfsdóttir, Karl Axelsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen, Kristrún Kristinsdóttir.
Yfirlýsing Dómarafélags Íslands Stjórnarskrá lýðveldisins og skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði mannréttinda byggjast meðal annars á því að stjórnvöld verði að hafa lagaheimild til að skerða frelsi borgaranna. Í réttarríki er það hlutverk sjálfstæðra dómstóla að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þessa skyldu sína. Málefnaleg gagnrýni á störf dómstóla á alltaf rétt á sér. Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins. Stjórn Dómarafélags Íslands, Reykjavík 9. apríl 2021 Bergþóra Ingólfsdóttir, Karl Axelsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen, Kristrún Kristinsdóttir.
Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 „Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. 9. apríl 2021 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07
„Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. 9. apríl 2021 07:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent