Þak í eigu bæjarins skapar mikinn vanda fyrir íbúa á Eiðistorgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 9. apríl 2021 21:00 Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi, hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaksins yfir Eiðistorgi. Vísir Íbúi á Eiðistorgi hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaks yfir torginu í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bærinn segist ekki hafa fengið ósk um kostnaðarþátttöku en húsfélag krafðist þess að bærinn færi í framkvæmdir á þakinu árið 2019. Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi, íbúar þar hafa ekki getað sinnt eðlilegu viðhaldi og íbúðir liggja undir skemmdum. Þak í eigu bæjarins skapar stærsta vandann. Fréttastofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum og fékk þau eftir að hafa leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins. Fréttastofa hefur gögn undir höndum þar sem farið er fram á við bæinn að lagfæra flóttaleiðir og lagfæra þak. Því var hafnað árið 2019. Íbúum á Eiðistorgi 13 til 15 hefur ekki tekist að sinna eðlilegu viðhaldi á húsnæði sínu síðustu ár vegna þess að verktökum tekst ekki að komast að framkvæmdunum vegna glerþaksins sem er í eigu bæjarins. „Í sólstofunni hjá mér er steyptur veggur, hann er hriplekur og það þarf að laga hann á svölunum hinumegin. Frá 2019 þá hefur ekki verið hægt að halda áfram torgmegin vegna þess að ekki hefur tekist að semja við bæinn um lausn á því hvernig koma eigi fyrir stillönsum fyrir ofan þakið á torginu,“ segir Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt og manni verður hugsað til þess af hverju í ósköpunum sé ekki hægt að setjast niður með húseigendum og leysa þessi mál,“ segir Margrét. Seltjarnarnes Fasteignamarkaður Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59 Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi, íbúar þar hafa ekki getað sinnt eðlilegu viðhaldi og íbúðir liggja undir skemmdum. Þak í eigu bæjarins skapar stærsta vandann. Fréttastofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum og fékk þau eftir að hafa leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins. Fréttastofa hefur gögn undir höndum þar sem farið er fram á við bæinn að lagfæra flóttaleiðir og lagfæra þak. Því var hafnað árið 2019. Íbúum á Eiðistorgi 13 til 15 hefur ekki tekist að sinna eðlilegu viðhaldi á húsnæði sínu síðustu ár vegna þess að verktökum tekst ekki að komast að framkvæmdunum vegna glerþaksins sem er í eigu bæjarins. „Í sólstofunni hjá mér er steyptur veggur, hann er hriplekur og það þarf að laga hann á svölunum hinumegin. Frá 2019 þá hefur ekki verið hægt að halda áfram torgmegin vegna þess að ekki hefur tekist að semja við bæinn um lausn á því hvernig koma eigi fyrir stillönsum fyrir ofan þakið á torginu,“ segir Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt og manni verður hugsað til þess af hverju í ósköpunum sé ekki hægt að setjast niður með húseigendum og leysa þessi mál,“ segir Margrét.
Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins.
Seltjarnarnes Fasteignamarkaður Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59 Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59
Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01