Enski boltinn

Fagna ekki öðru sætinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær sendi Jose Mourinho væna sneið fyrir leik dagsins.
Ole Gunnar Solskjær sendi Jose Mourinho væna sneið fyrir leik dagsins. Getty/Matthew Peters

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það sé engin gleði í herbúðum Man. United með að lenda í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, verði það raunin.

United er í öðru sætinu með 60 stig en Leicester er í þriðja sætinu með 56 stig. City er á toppnum með 74 stig en United heimsækir Tottenham í dag.

Núverandi stjóri Tottenham, Jose Mourinho, sagði 2018 að árangurinn að hafa skilað United í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið afrek.

Solskjær er ekki sammála.

„Markmiðið okkar er mikið meira en aðra sætið. Þú getur ekki sagt að það sé afrek,“ sagði Solskjær og sendi væna pillu á Mourinho eftir ummæli hans fyrir þremur árum.

„Ég hef alltaf sagt að þú getur ekki verið ánægður með annað sætið og við erum það ekki. Andinn er góður en leikmennirnir eru ekki ánægðir.“

„Þeir eru hungraðir í að bæta sig og vinna eitthvað en við verðum að halda áfram. Það tekur blóð, svita og tár að ná því,“ sagði Solskjær.

Tottenham og Manchester United mætast klukkan 15.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×