Læknir gerist lagaspekingur Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. apríl 2021 08:01 Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði. Hvað felst í sóttkví? Í byrjun febrúar sl. var sóttvarnarlögum breytt með lögum nr. 2/2021, þar sem m.a. hugtökin sóttkví og sóttvarnarhús voru skilgreind. Aðalatriði skilgreiningarinnar á sóttkví er að hún er takmörkun á athafnafrelsi einstaklings sem grunur leikur á að hafa verið útsettur fyrir smiti en er ekki veikur. Jafnframt er það hugtaksatriði að sá sem sætir sóttkví tryggi slíkan aðskilnað frá öðru fólki að komið sé í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu farsóttasýkingar. Af sóttkvíarhugtakinu leiðir ekki sjálfkrafa heimild til handa yfirvöldum að skerða athafnafrelsi einstaklings þannig að viðkomandi þurfi að sæta sóttkví annars staðar en á samastað sínum hér á landi. Sem dæmi, maður sem er búsettur á Súðavík, og er þar staddur þegar viðkomandi er gert skylt að sæta sóttkví, þarf ekki að þola það að yfirvöld flytji hann til Grímseyjar til að hann taki út sóttkvínna þar. Til þess verður einnig að líta að skýra ber sóttkvíarhugtakið í samhengi við önnur ákvæði sóttvarnarlaga, sbr. t.d. d-lið 9. gr. laga nr. 2/2021, sem efnislega segir m.a. að við beitingu sóttvarnarráðstafana skuli gæta meðalhófs og taka tillit til hagsmuna sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Sóttvarnarhús og tengsl þess við sóttkví Hýsa ber einstaklinga í sóttvarnarhúsi að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Eitt skilyrði er óundanþægt, nefnilega að grunur sé uppi um að einstaklingar séu smitaðir af farsótt eða staðfest er að svo sé. Fleiri skilyrði þurfa að vera uppfyllt, nefnilega að einstaklingar sem hýstir eru í sóttvarnarhúsi, eigi ekki samastað á Íslandi eða geti ekki af öðrum sökum eða vilji ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Þegar lesnar eru saman skilgreiningar á sóttkví og sóttvarnarhúsi er auðsætt að einstaklingur, sem hefur samastað hér á landi, og vill og getur sætt sóttkví í húsnæði á eigin vegum, getur ekki verið þvingaður til að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Þessi ályktun styðst einnig við þá staðreynd að ekkert í lögskýringargögnum gefur til kynna að tilgangurinn með setningu áðurnefndra laga nr. 2/2021 hafi verið að veita yfirvöldum slíka heimild. Prófraunin fyrir héraðsdómi Ástæða þess læknirinn Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi eru nýlegir úrskurðir héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sóttvarnaryfirvöld gætu ekki þvingað þá, sem kæmu til Íslands frá ákveðnum áhættulöndum, að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi þegar viðkomandi farþegar sýndu fram á að þeir hefðu samastað hér á landi og vildu taka út sóttkvínna þar. Að mati Kára, sóttvarnaryfirvalda og jafnvel margra annarra, er talið nauðsynlegt að slíku fyrirkomulagi sé komið á til að ná betri stjórn á Covid-19 faraldrinum. Það mat kann að vera rétt. Vandinn er hins vegar sá að fyrirkomulag af þessu tagi þarf að styðjast við ákvæði í lögum en ekki eingöngu vera reist á fyrirmælum frá stjórnvöldum. Ef niðurstaða héraðsdóms hefði orðið önnur, hefði í raun og veru verið fallist á að stjórnvöld gætu svipt einstaklinga frelsi án lagaheimildar. Sem betur stóðst réttarkerfið þessa prófraun og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar sönnuðu gildi sitt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði. Hvað felst í sóttkví? Í byrjun febrúar sl. var sóttvarnarlögum breytt með lögum nr. 2/2021, þar sem m.a. hugtökin sóttkví og sóttvarnarhús voru skilgreind. Aðalatriði skilgreiningarinnar á sóttkví er að hún er takmörkun á athafnafrelsi einstaklings sem grunur leikur á að hafa verið útsettur fyrir smiti en er ekki veikur. Jafnframt er það hugtaksatriði að sá sem sætir sóttkví tryggi slíkan aðskilnað frá öðru fólki að komið sé í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu farsóttasýkingar. Af sóttkvíarhugtakinu leiðir ekki sjálfkrafa heimild til handa yfirvöldum að skerða athafnafrelsi einstaklings þannig að viðkomandi þurfi að sæta sóttkví annars staðar en á samastað sínum hér á landi. Sem dæmi, maður sem er búsettur á Súðavík, og er þar staddur þegar viðkomandi er gert skylt að sæta sóttkví, þarf ekki að þola það að yfirvöld flytji hann til Grímseyjar til að hann taki út sóttkvínna þar. Til þess verður einnig að líta að skýra ber sóttkvíarhugtakið í samhengi við önnur ákvæði sóttvarnarlaga, sbr. t.d. d-lið 9. gr. laga nr. 2/2021, sem efnislega segir m.a. að við beitingu sóttvarnarráðstafana skuli gæta meðalhófs og taka tillit til hagsmuna sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Sóttvarnarhús og tengsl þess við sóttkví Hýsa ber einstaklinga í sóttvarnarhúsi að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Eitt skilyrði er óundanþægt, nefnilega að grunur sé uppi um að einstaklingar séu smitaðir af farsótt eða staðfest er að svo sé. Fleiri skilyrði þurfa að vera uppfyllt, nefnilega að einstaklingar sem hýstir eru í sóttvarnarhúsi, eigi ekki samastað á Íslandi eða geti ekki af öðrum sökum eða vilji ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Þegar lesnar eru saman skilgreiningar á sóttkví og sóttvarnarhúsi er auðsætt að einstaklingur, sem hefur samastað hér á landi, og vill og getur sætt sóttkví í húsnæði á eigin vegum, getur ekki verið þvingaður til að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Þessi ályktun styðst einnig við þá staðreynd að ekkert í lögskýringargögnum gefur til kynna að tilgangurinn með setningu áðurnefndra laga nr. 2/2021 hafi verið að veita yfirvöldum slíka heimild. Prófraunin fyrir héraðsdómi Ástæða þess læknirinn Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi eru nýlegir úrskurðir héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sóttvarnaryfirvöld gætu ekki þvingað þá, sem kæmu til Íslands frá ákveðnum áhættulöndum, að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi þegar viðkomandi farþegar sýndu fram á að þeir hefðu samastað hér á landi og vildu taka út sóttkvínna þar. Að mati Kára, sóttvarnaryfirvalda og jafnvel margra annarra, er talið nauðsynlegt að slíku fyrirkomulagi sé komið á til að ná betri stjórn á Covid-19 faraldrinum. Það mat kann að vera rétt. Vandinn er hins vegar sá að fyrirkomulag af þessu tagi þarf að styðjast við ákvæði í lögum en ekki eingöngu vera reist á fyrirmælum frá stjórnvöldum. Ef niðurstaða héraðsdóms hefði orðið önnur, hefði í raun og veru verið fallist á að stjórnvöld gætu svipt einstaklinga frelsi án lagaheimildar. Sem betur stóðst réttarkerfið þessa prófraun og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar sönnuðu gildi sitt. Höfundur er lögfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun