Engin illindi en nauðsynlegt að refsa leikmönnum fyrir að brjóta reglur Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2021 10:30 James Maddison með boltann á lofti á æfingu Leicester. Getty Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir ekki annað hafa verið í boði en að refsa leikmönnunum þremur sem brutu sóttvarnareglur með því að halda partý. Þeir megi þó spila bikarleikinn mikilvæga næsta sunnudag. LBesti maður Leicester í vetur, James Maddison, og þeir Hamza Choudhury og Ayoze Perez, brutu sóttvarnareglur á sunnudagskvöld fyrir rúmri viku þegar þeir héldu partý. Samkvæmt The Sun voru um 20 manns í gleðskapnum. Rodgers ákvað að skilja þríeykið eftir utan hóps þegar Leicester mætti West Ham í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær, sem Leicester tapaði 3-2. Hann sá ekki eftir því þegar hann ræddi málið í Match of the Day á BBC. „Við sem félag erum með okkar gildi. Ef við förum á svig við þessi gildi þá fylgja því afleiðingar,“ sagði Rodgers og bætti við að „annars lærðu leikmenn ekki“. „Það eru engin illindi í gangi en við erum með gildi um það hvernig við högum okkur dags daglega og hvernig við undirbúum okkur fyrir leiki. Ef einhverjir fara ekki eftir þeim þá verðum við að halda áfram án þeirra,“ sagði Rodgers. Tapið í gær hefur mikil áhrif á möguleika Leicester á meistaradeildarsæti en liðið er nú með 56 stig í 3. sæti, stigi fyrir ofan West Ham og tveimur stigum fyrir ofan Chelsea sem er í 5. sæti. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Leicester mætir Southampton næsta sunnudag í undanúrslitum enska bikarsins. Maddison hefur skorað 11 mörk og lagt upp 10 í öllum keppnum fyrir Leicester á þessari leiktíð. Hann er í baráttunni um sæti í EM-hópi Englendinga. Perez hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum og Choudhury eitt mark í 20 leikjum. Enski boltinn Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
LBesti maður Leicester í vetur, James Maddison, og þeir Hamza Choudhury og Ayoze Perez, brutu sóttvarnareglur á sunnudagskvöld fyrir rúmri viku þegar þeir héldu partý. Samkvæmt The Sun voru um 20 manns í gleðskapnum. Rodgers ákvað að skilja þríeykið eftir utan hóps þegar Leicester mætti West Ham í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær, sem Leicester tapaði 3-2. Hann sá ekki eftir því þegar hann ræddi málið í Match of the Day á BBC. „Við sem félag erum með okkar gildi. Ef við förum á svig við þessi gildi þá fylgja því afleiðingar,“ sagði Rodgers og bætti við að „annars lærðu leikmenn ekki“. „Það eru engin illindi í gangi en við erum með gildi um það hvernig við högum okkur dags daglega og hvernig við undirbúum okkur fyrir leiki. Ef einhverjir fara ekki eftir þeim þá verðum við að halda áfram án þeirra,“ sagði Rodgers. Tapið í gær hefur mikil áhrif á möguleika Leicester á meistaradeildarsæti en liðið er nú með 56 stig í 3. sæti, stigi fyrir ofan West Ham og tveimur stigum fyrir ofan Chelsea sem er í 5. sæti. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Leicester mætir Southampton næsta sunnudag í undanúrslitum enska bikarsins. Maddison hefur skorað 11 mörk og lagt upp 10 í öllum keppnum fyrir Leicester á þessari leiktíð. Hann er í baráttunni um sæti í EM-hópi Englendinga. Perez hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum og Choudhury eitt mark í 20 leikjum.
Enski boltinn Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira