Karitas fimmti leikmaður KFR til að spila fyrir kvennalandsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 13:31 Karitas sést hér reyna stöðva Sveindísi Jane Jónsdóttur. Karitas mun leika með Blikum næsta sumar og þó Sveindís Jane sé farin í atvinnumennsku eru þær samherjar í íslenska landsliðinu í dag. Vísir/Vilhelm Þegar Karitas Tómasdóttir kom inn af varamannabekk íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu á dögunum varð hún fimmti leikmaður Knattspyrnufélags Rangæinga til að landsleik. Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00. Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00.
Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira