Ríkisstjórnin ætlar að vinna afléttingaráætlun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2021 16:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrari afhendingaráætlanir bóluefna berist ætti að vera hægt að setja upp „einhverjar vörður“ til þess að ramma inn tilslakanir. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira