Samfylkingin endurskrifar söguna Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 16:30 Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar