Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 21:29 Ólafur Eggertsson í viðtali við Stöð 2 í rigningunni undir Eyjafjöllum árið 2018. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts. Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað. Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað.
Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira