Þéttsetinn djammbekkur í kjölfar afléttinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 07:11 Það var þétt setið víða í Lundúnum í gær. epa/Facundo Arrizabalaga Það var mikið um fögnuð og glaum á Englandi í gær þegar veitingastöðum og öldurhúsum var aftur heimilt að taka á móti kúnnum og bera í þá mat og drykk utandyra. Þrátt fyrir napurt veður var þétt setið og ljóst af myndum að fjarlægðartakmörk voru víða virt að vettugi þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga. Í Lundúnum var götum sums staðar lokað, til að auka pláss fyrir borð og stóla. Verslanir og líkamsræktarstöðvar opnuðu einnig á Englandi í gær en á Norður-Írlandi var tilskipun um að „halda sig heima“ afnumin og þá voru einhverjar afléttingar á Skotlandi og í Wales. Lögregla fylgdist með en var ekki að framfylgja fjarlægðartakmörkunum.epa/Facundo Arrizabalaga „Það er fullt alls staðar, þetta er eins og fögnuður,“ sagði einn gestur í samtali við BBC. „Í alvöru, þetta er svo góð tilfinning, manni líður eins og maður sé laus úr fangelsi. Við erum að halda upp á afmæli og þetta er besta gjöfin,“ sagði annar. Einn íbúi í Soho sagði það ótrúlega tilfinningu að sjá fólk aftur á götunum að skemmta sér. „Ég hef saknað þess svo mikið,“ sagði hún. Lögregla fylgdist víða með en var ekki að framfylgja sóttvarnareglum, þrátt fyrir að þær væru víða brotnar. Borgaryfirvöld í Westminster sögðust vita til þess að sums staðar hefðu of margir komið saman en að þau hefðu átt gott samstarf við rekstraraðila. Sérfræðingar eiga eflaust eftir að fylgjast vel með þróun mála í kjölfar afléttinga.epa/Facundo Arrizabalaga Sumir viðmælendur BBC sögðust upplifa ákveðinn kvíða yfir því að fjölmenna í fyrsta sinn í marga mánuði. „En um leið og þú sest niður til að fá þér bjór þá er það bara frábært,“ sagði einn. „Þetta er yfirþyrmandi en á góðan máta,“ bætti félagi hans við. Margir sögðust fagna því að fólk gæti nú komið saman aftur og sögðust ekki hafa áhyggjur af fjöldanum. Sumir sögðust hafa verið bólusettir en aðrir að þeir hefðu farið í skimun áður en þeir fóru út á lífið. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherrann Boris Johnson hvatt fólk til að sýna áfram ábyrgðafulla hegðun og veirusérfræðingurinn Lawrence Young varaði við því að niðursveiflan í faraldrinum væri ekki bara tilkomin vegna bólusetninga heldur einnig vegna sóttvarnaaðgerða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Þrátt fyrir napurt veður var þétt setið og ljóst af myndum að fjarlægðartakmörk voru víða virt að vettugi þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga. Í Lundúnum var götum sums staðar lokað, til að auka pláss fyrir borð og stóla. Verslanir og líkamsræktarstöðvar opnuðu einnig á Englandi í gær en á Norður-Írlandi var tilskipun um að „halda sig heima“ afnumin og þá voru einhverjar afléttingar á Skotlandi og í Wales. Lögregla fylgdist með en var ekki að framfylgja fjarlægðartakmörkunum.epa/Facundo Arrizabalaga „Það er fullt alls staðar, þetta er eins og fögnuður,“ sagði einn gestur í samtali við BBC. „Í alvöru, þetta er svo góð tilfinning, manni líður eins og maður sé laus úr fangelsi. Við erum að halda upp á afmæli og þetta er besta gjöfin,“ sagði annar. Einn íbúi í Soho sagði það ótrúlega tilfinningu að sjá fólk aftur á götunum að skemmta sér. „Ég hef saknað þess svo mikið,“ sagði hún. Lögregla fylgdist víða með en var ekki að framfylgja sóttvarnareglum, þrátt fyrir að þær væru víða brotnar. Borgaryfirvöld í Westminster sögðust vita til þess að sums staðar hefðu of margir komið saman en að þau hefðu átt gott samstarf við rekstraraðila. Sérfræðingar eiga eflaust eftir að fylgjast vel með þróun mála í kjölfar afléttinga.epa/Facundo Arrizabalaga Sumir viðmælendur BBC sögðust upplifa ákveðinn kvíða yfir því að fjölmenna í fyrsta sinn í marga mánuði. „En um leið og þú sest niður til að fá þér bjór þá er það bara frábært,“ sagði einn. „Þetta er yfirþyrmandi en á góðan máta,“ bætti félagi hans við. Margir sögðust fagna því að fólk gæti nú komið saman aftur og sögðust ekki hafa áhyggjur af fjöldanum. Sumir sögðust hafa verið bólusettir en aðrir að þeir hefðu farið í skimun áður en þeir fóru út á lífið. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherrann Boris Johnson hvatt fólk til að sýna áfram ábyrgðafulla hegðun og veirusérfræðingurinn Lawrence Young varaði við því að niðursveiflan í faraldrinum væri ekki bara tilkomin vegna bólusetninga heldur einnig vegna sóttvarnaaðgerða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira