Rauður dregill er ekki það sem Strætó þarf Jónas Elíasson skrifar 13. apríl 2021 15:01 Baráttu borgarlínusinna er stjórnað af félagi sem kallar sig Félag um bíllausan lífsstíl eða eitthvað álíka. Félagið hefur þegar fengið tilfærslur á nokkrum strætóbiðstöðvum framgengt til að tefja enn frekar fyrir bílaumferð en orðið er. Að öðru leyti hefur því orðið lítið ágengt í tafaaðgerðum. Nú stendur hins vegar til að taka stærri og metnaðarfyllri skref í þá veru með borgarlínunni. Borgarlína „lite“ með einni undantekningu Samkvæmt samþykkt borgarstjórnar frá 18. september 2018 gengur borgarlínan út á „hágæðakerfi almenningssamgangna“ og hefur sem kunnugt er verið kynnt sem nýtt og byltingarkennt kerfi með það hátt þjónustustig fyrir notendur að það standist samkeppnina við einkabílinn. Kerfið hefur sætt umtalsverðri gagnrýni og lögðu samtök áhugafólks um samgöngur fyrir alla (ÁS, samgongurfyriralla.com) fyrir nokkru fram tillögu að BRT-lite almenningssamgöngukerfinu sem ódýrari, raunhæfari og skilvirkari valkost við borgarlínuna. Nú ber hins vegar svo við að borgarlínan, eins og henni er lýst í frummatsskýrslu vegna 1. áfanga, er orðin eins og BRT-lite kerfið að því undanskildu að enn er haldið fast við hinn svonefnda „rauða dregil“ – en svo hefur fyrirhugað sérrými fyrir strætó í umferðinni verið nefnt. Stjórnvöld virðast því hafa fallið frá fyrri áætlunum um að keppa um hylli almennings á grundvelli gæða og þjónustu. Þess í stað verður þrengt enn frekar að almennri umferð með því að leggja tvær miðjuakgreinar undir strætó á þeim akbrautum sem því verður við komið, s.s. á Miklubraut og Suðurlandsbraut. Váleg tíðindi fyrir skattgreiðendur Tillaga ÁS gerir ráð að sérrými fyrir Strætó verði lagt á hægri hlið akbrauta eftir því sem þörf krefur, eins og gert hefur verið á Miklubraut. Slík er þó ofurtrú bíllausa félagsins á rauða dregilinn, að þessum miðjuakreinum er ætlað að koma í stað mislægra gatnamóta. Má í þessu sambandi nefna, að Miklubraut væri nú án umferðarljósa, hefðu upphaflegar skipulagsáætlanir um mislæg gatnamót gengið eftir. Bílaumferð þar væri því að verulegu leyti laus undan þeim miklu töfum sem hafa í vaxandi mæli einkennt Miklubraut á undanförnum árum. Varlega áætlað kostar dregillinn 40 milljarða króna. Hér eru því váleg tíðindi á ferð fyrir skattgreiðendur, en ekki aðeins mun þessi rándýra framkvæmd hafa auknar umferðartafir í för með sér, heldur mun svigrúm Strætó bs til að veita betri þjónustu skerðast að verulegu leyti. Hin svokallaða „lausn“ eykur því enn frekar á vandann, sem er ærlegur fyrir. Strætó bs sett í vonlausa stöðu Í skýrslunni Borgarlínan - 1. lota forsendur og frumdrög (október 2020) hefst umfjöllun um BRT sem almenningssamgöngukerfi í opinberunarstíl, en endar á því að gömlu vagnarnir, mest olíuvagnar sem eyða 45 l/100km, verði áfram í notkun. Rauði dregillinn hafi verið settur í forgang og annað bíði betri tíma. Þetta er vonlaus staða fyrir Strætó og samkeppnina við einkabílinn. Tilgangslaus offjárfesting í rauðum dregli fyrir 40-80 milljarða króna breytir engu þar um, ekki nema auknum umferðartöfum sé í raun og veru ætlað að verða almenningi hvatning til að skilja bílinn eftir heima og taka strætó? Það sem Strætó vantar sárlega er fjármagnsinnspýting svo koma megi rekstrinum í viðunandi horf og hefja kaup á nýjum og hagkvæmari rafmagnsvögnum. Deila má um hversu mikil þessi innspýting í bæjarsamlagið þarf að vera, en 800 milljónir króna gæti verið nærri lagi. Það eina sem eftir stendur Borgarlína bíllausa félagsins hefur verið 10 ár í undirbúningi með litlum sem engum árangri fyrir almenning en margs konar kvalræði fyrir Reykjavíkurborg. Sem dæmi um það má nefna samskipti borgaryfirvalda og Vegagerðarinnar á árunum 2010 – 2014, þegar mislæg gatnamót voru felld út úr gildandi skipulagi í algjörri andstöðu við Vegagerðina. Óþolinmæði borgaryfirvalda nú er skiljanleg en ekki skynsamleg. Sú hætta gæti því raunverulega verið til staðar að rokið verði af stað án frekari umhugsunar. Kjarni málsins er sá, að rauði dregillinn er það eina sem stendur eftir af upphaflegu borgarlínunni. Án hans verður ekkert úr borgarlínunni - ekkert hryggjarstykki hágæða almenningssamgangna, ekkert vörumerki, engin slagæð eða annar dýrðarljómi úr frumdragaskýrslunni - bara sami gamli díseloílustrætóinn og áður. Varðhundur skattgreiðenda? Bara 1. lota dregilsins mun, sem dæmi, rýra flutningsgetu á A-V ási þjóðvegakerfis höfuðborgarsvæðisins um 10-15%. Sú rýrnun leiðir svo aftur af sér um 30% hækkun á tafakostnaði á þessari leið, sem jafngildir um 6 milljarða króna kostnaði fyrir einstaklinga og atvinnulíf á ári. Heildarumferðatafir nema því líklega um 30-50 milljörðum króna á ári, eða meir. Því miður virðist nýráðinn framkvæmdastjóri Betri Samgangna ohf. hafa mislesið heldur hressilega stöðu mála, ef marka má nýlegt viðtal í Morgunblaðinu (8. apríl sl.). Ömurlegar afleiðingar rauða dregilisins í auknum umferðartöfum munu éta upp þessa sögulegu offjárfestingu á aðeins einu ári, nái þessar áætlanir fram að ganga. Glæsilegur árangur hjá „varðhundum skattgreiðenda“ á Betri samgöngum ohf. Höfundur er rannsóknarprófessor H.Í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Samgöngur Borgarlína Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Baráttu borgarlínusinna er stjórnað af félagi sem kallar sig Félag um bíllausan lífsstíl eða eitthvað álíka. Félagið hefur þegar fengið tilfærslur á nokkrum strætóbiðstöðvum framgengt til að tefja enn frekar fyrir bílaumferð en orðið er. Að öðru leyti hefur því orðið lítið ágengt í tafaaðgerðum. Nú stendur hins vegar til að taka stærri og metnaðarfyllri skref í þá veru með borgarlínunni. Borgarlína „lite“ með einni undantekningu Samkvæmt samþykkt borgarstjórnar frá 18. september 2018 gengur borgarlínan út á „hágæðakerfi almenningssamgangna“ og hefur sem kunnugt er verið kynnt sem nýtt og byltingarkennt kerfi með það hátt þjónustustig fyrir notendur að það standist samkeppnina við einkabílinn. Kerfið hefur sætt umtalsverðri gagnrýni og lögðu samtök áhugafólks um samgöngur fyrir alla (ÁS, samgongurfyriralla.com) fyrir nokkru fram tillögu að BRT-lite almenningssamgöngukerfinu sem ódýrari, raunhæfari og skilvirkari valkost við borgarlínuna. Nú ber hins vegar svo við að borgarlínan, eins og henni er lýst í frummatsskýrslu vegna 1. áfanga, er orðin eins og BRT-lite kerfið að því undanskildu að enn er haldið fast við hinn svonefnda „rauða dregil“ – en svo hefur fyrirhugað sérrými fyrir strætó í umferðinni verið nefnt. Stjórnvöld virðast því hafa fallið frá fyrri áætlunum um að keppa um hylli almennings á grundvelli gæða og þjónustu. Þess í stað verður þrengt enn frekar að almennri umferð með því að leggja tvær miðjuakgreinar undir strætó á þeim akbrautum sem því verður við komið, s.s. á Miklubraut og Suðurlandsbraut. Váleg tíðindi fyrir skattgreiðendur Tillaga ÁS gerir ráð að sérrými fyrir Strætó verði lagt á hægri hlið akbrauta eftir því sem þörf krefur, eins og gert hefur verið á Miklubraut. Slík er þó ofurtrú bíllausa félagsins á rauða dregilinn, að þessum miðjuakreinum er ætlað að koma í stað mislægra gatnamóta. Má í þessu sambandi nefna, að Miklubraut væri nú án umferðarljósa, hefðu upphaflegar skipulagsáætlanir um mislæg gatnamót gengið eftir. Bílaumferð þar væri því að verulegu leyti laus undan þeim miklu töfum sem hafa í vaxandi mæli einkennt Miklubraut á undanförnum árum. Varlega áætlað kostar dregillinn 40 milljarða króna. Hér eru því váleg tíðindi á ferð fyrir skattgreiðendur, en ekki aðeins mun þessi rándýra framkvæmd hafa auknar umferðartafir í för með sér, heldur mun svigrúm Strætó bs til að veita betri þjónustu skerðast að verulegu leyti. Hin svokallaða „lausn“ eykur því enn frekar á vandann, sem er ærlegur fyrir. Strætó bs sett í vonlausa stöðu Í skýrslunni Borgarlínan - 1. lota forsendur og frumdrög (október 2020) hefst umfjöllun um BRT sem almenningssamgöngukerfi í opinberunarstíl, en endar á því að gömlu vagnarnir, mest olíuvagnar sem eyða 45 l/100km, verði áfram í notkun. Rauði dregillinn hafi verið settur í forgang og annað bíði betri tíma. Þetta er vonlaus staða fyrir Strætó og samkeppnina við einkabílinn. Tilgangslaus offjárfesting í rauðum dregli fyrir 40-80 milljarða króna breytir engu þar um, ekki nema auknum umferðartöfum sé í raun og veru ætlað að verða almenningi hvatning til að skilja bílinn eftir heima og taka strætó? Það sem Strætó vantar sárlega er fjármagnsinnspýting svo koma megi rekstrinum í viðunandi horf og hefja kaup á nýjum og hagkvæmari rafmagnsvögnum. Deila má um hversu mikil þessi innspýting í bæjarsamlagið þarf að vera, en 800 milljónir króna gæti verið nærri lagi. Það eina sem eftir stendur Borgarlína bíllausa félagsins hefur verið 10 ár í undirbúningi með litlum sem engum árangri fyrir almenning en margs konar kvalræði fyrir Reykjavíkurborg. Sem dæmi um það má nefna samskipti borgaryfirvalda og Vegagerðarinnar á árunum 2010 – 2014, þegar mislæg gatnamót voru felld út úr gildandi skipulagi í algjörri andstöðu við Vegagerðina. Óþolinmæði borgaryfirvalda nú er skiljanleg en ekki skynsamleg. Sú hætta gæti því raunverulega verið til staðar að rokið verði af stað án frekari umhugsunar. Kjarni málsins er sá, að rauði dregillinn er það eina sem stendur eftir af upphaflegu borgarlínunni. Án hans verður ekkert úr borgarlínunni - ekkert hryggjarstykki hágæða almenningssamgangna, ekkert vörumerki, engin slagæð eða annar dýrðarljómi úr frumdragaskýrslunni - bara sami gamli díseloílustrætóinn og áður. Varðhundur skattgreiðenda? Bara 1. lota dregilsins mun, sem dæmi, rýra flutningsgetu á A-V ási þjóðvegakerfis höfuðborgarsvæðisins um 10-15%. Sú rýrnun leiðir svo aftur af sér um 30% hækkun á tafakostnaði á þessari leið, sem jafngildir um 6 milljarða króna kostnaði fyrir einstaklinga og atvinnulíf á ári. Heildarumferðatafir nema því líklega um 30-50 milljörðum króna á ári, eða meir. Því miður virðist nýráðinn framkvæmdastjóri Betri Samgangna ohf. hafa mislesið heldur hressilega stöðu mála, ef marka má nýlegt viðtal í Morgunblaðinu (8. apríl sl.). Ömurlegar afleiðingar rauða dregilisins í auknum umferðartöfum munu éta upp þessa sögulegu offjárfestingu á aðeins einu ári, nái þessar áætlanir fram að ganga. Glæsilegur árangur hjá „varðhundum skattgreiðenda“ á Betri samgöngum ohf. Höfundur er rannsóknarprófessor H.Í.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar