Ríkisjarðir á að selja bændum Haraldur Benediktsson skrifar 14. apríl 2021 14:00 Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Landbúnaður Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun