Minnisblöðin margumræddu verða varðveitt á Þjóðskjalasafninu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 06:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ljóst er að gríðarlegt magn skjala hefur orðið til í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirufaraldursins. Mörg þessara gagna, meðal annars minnisblöð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, verða varðveitt á Þjóðskjalasafninu. Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður segir í samtali við Morgunblaðið að minnisblöðin, sem varða sóttvarnaaðgerðir innanlands, herðingar og tilslakanir til skiptis, sé vistuð hjá embætti landslæknis og í heilbrigðisráðuneytinu. „Pappírsgögn eiga að skilast hingað eftir 30 ár en rafræn gögn eftir fimm ár,“ segir hún. „Við viljum helst, í samtímanum þar sem gögn verða til á rafrænan hátt, fá þau til okkar á rafrænu formi,“ bætir hún við. Hrefna segist ekki sjá fyrir sér að kórónuveirugögnin verði flokkuð eftir efni, heldur sé líklegra að flokkað verði eftir innra skipulagi hverrar stofnunar. Þess má geta að heilbrigðisráðherra greindi frá því í vikunni að hún hefði nú gefið út um 65 reglugerðir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Þær verða væntanlega einnig vandlega varðveittar en um skjalavörslu segir á vef Þjóðskjalasafnsins: „Varðveisla skjala opinberra aðila er lögbundin og eyðing þeirra óheimil nema með sérstakri heimild þar um. Í skjölum opinberra aðila eru upplýsingar um rekstur og stöðu viðkomandi embættis eða stofnunar, alla ákvarðanatöku og hvernig staðið er að henni, sem og um réttindi og skyldur einstaklinga og lögaðila. Þar er að finna skýringar á framgangi mála í gegnum tíðina. Öll þróun og breyting innan viðkomandi embættis eða stofnunar er þar vandlega skráð. Skjalasafnið er því mikilvægur hluti starfseminnar og í því er jafnframt að finna sögu viðkomandi skjalamyndara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður segir í samtali við Morgunblaðið að minnisblöðin, sem varða sóttvarnaaðgerðir innanlands, herðingar og tilslakanir til skiptis, sé vistuð hjá embætti landslæknis og í heilbrigðisráðuneytinu. „Pappírsgögn eiga að skilast hingað eftir 30 ár en rafræn gögn eftir fimm ár,“ segir hún. „Við viljum helst, í samtímanum þar sem gögn verða til á rafrænan hátt, fá þau til okkar á rafrænu formi,“ bætir hún við. Hrefna segist ekki sjá fyrir sér að kórónuveirugögnin verði flokkuð eftir efni, heldur sé líklegra að flokkað verði eftir innra skipulagi hverrar stofnunar. Þess má geta að heilbrigðisráðherra greindi frá því í vikunni að hún hefði nú gefið út um 65 reglugerðir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Þær verða væntanlega einnig vandlega varðveittar en um skjalavörslu segir á vef Þjóðskjalasafnsins: „Varðveisla skjala opinberra aðila er lögbundin og eyðing þeirra óheimil nema með sérstakri heimild þar um. Í skjölum opinberra aðila eru upplýsingar um rekstur og stöðu viðkomandi embættis eða stofnunar, alla ákvarðanatöku og hvernig staðið er að henni, sem og um réttindi og skyldur einstaklinga og lögaðila. Þar er að finna skýringar á framgangi mála í gegnum tíðina. Öll þróun og breyting innan viðkomandi embættis eða stofnunar er þar vandlega skráð. Skjalasafnið er því mikilvægur hluti starfseminnar og í því er jafnframt að finna sögu viðkomandi skjalamyndara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira