Snorri Steinn ósáttur: „Einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 14:05 Snorri Steinn Guðjónsson segir að fréttir dagsins hafi verið högg fyrir sig og leikmenn Vals. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er mjög ósáttur og skilur hvorki upp né niður í leikjaáætlun Olís-deildar karla sem var gefin út í dag. Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í dag og íslenskt íþróttafólk mátti þá byrja að æfa og keppa á ný eftir þriggja vikna hlé. Næsta sunnudag, 25. apríl, hefst Olís-deild karla á ný en aðeins með tveimur leikjum. Keppni fer ekki á fullt fyrr en eftir landsleikjahléið, sunnudaginn 9. maí eða eftir rúmar þrjár vikur þegar 16. umferð deildarinnar hefst. Gert er ráð fyrir því að keppni í Olís-deild karla ljúki 3. júní. Síðustu sjö umferðirnar í deildinni verða því leiknar á 25 dögum. „Mér finnst þetta vægast sagt ömurlegt,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi, aðspurður um nýju leikjaáætlunina sem var gefin út í dag. „Í mínum augum er algjörlega óskiljanlegt að mótið fari bara ekki af stað í næstu viku. Þetta er einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka. Ég er virkilega vonsvikinn og fúll fyrir hönd allra leikmannanna. Ég get ekki ímyndað mér að það séu margir leikmenn sem vilji bíða í þrjá og hálfa viku til að spila loksins leik.“ Ekki upplitsdjarfir Að sögn Snorra Steins var hljóðið í leikmannahópi Vals þungt þegar hann greindi þeim frá því hvernig endasprettur tímabilsins yrði. „Ég er nýbúinn að tilkynna mínum leikmönnum að þetta verði svona og þeir voru ekki mjög upplitsdjarfir, vægt til orða tekið. Mér finnst þetta sorglegt og þetta eru undarleg vinnubrögð,“ sagði Snorri Steinn. Hann hefði helst kosið að byrja að spila strax í næstu viku. „Ég hefði klárlega viljað spila á fimmtudaginn og svo aftur á sunnudaginn. Það á að spila leiki á þessum árstíma og akkúrat núna ætti allt að vera undir. Mína menn þyrstir í að spila alvöru leiki. Eflaust eru einhver fræði á bak við þetta, varðandi meiðsli og annað slíkt, en þetta er ekkert úr hófi miðað við önnur tímabil,“ sagði Snorri Steinn. Set vinnubrögð HSÍ undir sama hatt og vinnubrögð EHF Þjálfarinn botnar lítið í því hvernig HSÍ vann þetta mál og komst að þessari niðurstöðu. „Þessar fréttir voru bara að koma en ég þarf allavega að endurhugsa þetta. Ég viðurkenni að ég reiknaði engan veginn með þessu og mér finnst þetta óstjórnlega skrítin ákvörðun,“ sagði Snorri Steinn. „Ég sá að framkvæmdastjóri HSÍ var að gagnrýna EHF fyrir undarleg vinnubrögð. Ég set þetta undir nákvæmlega sama hatt og þessi vinnubrögð hjá EHF.“ Valur er í 5. sæti Olís-deildarinnar. Fyrsti leikur liðsins eftir hléið er gegn Þór á Akureyri sunnudaginn 9. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í dag og íslenskt íþróttafólk mátti þá byrja að æfa og keppa á ný eftir þriggja vikna hlé. Næsta sunnudag, 25. apríl, hefst Olís-deild karla á ný en aðeins með tveimur leikjum. Keppni fer ekki á fullt fyrr en eftir landsleikjahléið, sunnudaginn 9. maí eða eftir rúmar þrjár vikur þegar 16. umferð deildarinnar hefst. Gert er ráð fyrir því að keppni í Olís-deild karla ljúki 3. júní. Síðustu sjö umferðirnar í deildinni verða því leiknar á 25 dögum. „Mér finnst þetta vægast sagt ömurlegt,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi, aðspurður um nýju leikjaáætlunina sem var gefin út í dag. „Í mínum augum er algjörlega óskiljanlegt að mótið fari bara ekki af stað í næstu viku. Þetta er einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka. Ég er virkilega vonsvikinn og fúll fyrir hönd allra leikmannanna. Ég get ekki ímyndað mér að það séu margir leikmenn sem vilji bíða í þrjá og hálfa viku til að spila loksins leik.“ Ekki upplitsdjarfir Að sögn Snorra Steins var hljóðið í leikmannahópi Vals þungt þegar hann greindi þeim frá því hvernig endasprettur tímabilsins yrði. „Ég er nýbúinn að tilkynna mínum leikmönnum að þetta verði svona og þeir voru ekki mjög upplitsdjarfir, vægt til orða tekið. Mér finnst þetta sorglegt og þetta eru undarleg vinnubrögð,“ sagði Snorri Steinn. Hann hefði helst kosið að byrja að spila strax í næstu viku. „Ég hefði klárlega viljað spila á fimmtudaginn og svo aftur á sunnudaginn. Það á að spila leiki á þessum árstíma og akkúrat núna ætti allt að vera undir. Mína menn þyrstir í að spila alvöru leiki. Eflaust eru einhver fræði á bak við þetta, varðandi meiðsli og annað slíkt, en þetta er ekkert úr hófi miðað við önnur tímabil,“ sagði Snorri Steinn. Set vinnubrögð HSÍ undir sama hatt og vinnubrögð EHF Þjálfarinn botnar lítið í því hvernig HSÍ vann þetta mál og komst að þessari niðurstöðu. „Þessar fréttir voru bara að koma en ég þarf allavega að endurhugsa þetta. Ég viðurkenni að ég reiknaði engan veginn með þessu og mér finnst þetta óstjórnlega skrítin ákvörðun,“ sagði Snorri Steinn. „Ég sá að framkvæmdastjóri HSÍ var að gagnrýna EHF fyrir undarleg vinnubrögð. Ég set þetta undir nákvæmlega sama hatt og þessi vinnubrögð hjá EHF.“ Valur er í 5. sæti Olís-deildarinnar. Fyrsti leikur liðsins eftir hléið er gegn Þór á Akureyri sunnudaginn 9. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira