Samfylkingin - Lýðræðishreyfing iðkar ritskoðun og pólitískar hreinsanir Birgir Dýrfjörð skrifar 15. apríl 2021 15:30 „Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég er reiðubúinn að fórna lífi mínu fyrir rétt þinn til að tjá þær“ Þessi orð eru höfð eftir Voltaire. Lýðræðissinnar um allan heim taka þau oft sér í munn, þegar þeir vilja sanna trúnað sinn og heilindi við lýðræði, og frelsi allra manna til að tjá skoðanir sínar. Meðal frjálsra þjóða er frelsið til að tjá hugsanir sínar undirstaða alls lýðræðis. Án þess frelsis er ekkert lýðræði. Lýðræði er heilagur réttur og skal öllum þegnum jafn. Að hefta tjáningafrelsi einstaklinga er mikill glæpur og svívirða gegn sjálfsvirðingu og frelsi hverrar manneskju. Það var því skelfileg árás á heilög grunngildi lýðræðisjafnaðarmanna þegar sjö manna stjórn Samfylkingarinnar, formaður meðtalinn, (öll fullorðið fólk) gaf út sameiginlega yfirlýsingu um ritskoðun á lokuðum innri samskiptavef (facebook) Samfylkingarinnar. Yfirlýsing stjórnarinnar var kynnt undir eftirfarandi fyrirsögn. „Hér fer á eftir yfirlýsing frá stjórn Samfylkingarinnar“. Þar segir: „Þess vegna hefur verið ákveðið að setja hópnum (facebook) eftirfarandi reglur. „1. Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist“ Sem sagt, ef flokksfélagi vill skrifa á vefinn um málefni, sem varða flokkinn, þá fær hann ekki þau skrif sín birt fyrr en stjórnendur „hugsanalöggur“ eru búnir að yfirfara þau og samþykkja. Ég endurtek: Félagsmaður fær ekki skoðanir sínar birtar fyrr en hugsanalöggur flokksins eru búnar ritskoða þær og samþykkja. (Ath. Hér er átt við stjórn vefsíðunnar) Ég þekki það vel til stjórnar Samfylkingarinnar, að ég trúi ekki, að öllum í stjórninni hafi verið ljóst hvað stóð í þessum texta, áður en hann var birtur í þeirra nafni. En komi engin skýring á aðkomu stjórnar flokksins að tilurð textans. Þá ber hún alla ábyrgð á þeim smánarbletti, sem þessi ritskoðun er á flokki lýðræðisjafnaðarmanna. - Já lýðræðis. Tylftardómur hinn nýji Stjórnendur (hugsanalöggur) síðunnar eru 6 úr hópi starfsmanna og 6 úr framkvæmdarstjórn. Á tímum nornaveiða gat norn svarið af sér sök ef tólf sóru með henni sakleysi. Það var tylftareiður. Þegar tylftardómur Samfylkingarinnar, eða útvaldir í hans umboði sverja með höfundi, að honum gangi ekkert ósæmilegt til þá má birta upphafsinnlegg hans á facebook flokksins, - annars ekki. Undir hylmingu auðmýktar, úlfur glefsandi fólginn var Þannig orti Halldór á Helgafelli í saltara sínum. Ritskoðun Samfylkingarinnar er hulin undir þeirri hylmingu að henni sé ætlað að bæta orðræðu flokksmanna þannig, að hún verði settleg og kurteis um menn og málefni. Þannig á Samfylkingarfólk að tala og skrifa. Að ritskoða innri samskiptavef í stjórnmálaflokki, sem kennir sig við lýðræði, er galin hugmynd. Það er eins og fundarstjóri gefi ekki ræðumanni orðið nema hann upplýsi fyrst kvað hann ætlar að segja. Enda var ritskoðun þessi alls ekki sett á til að bjarga sóma flokksmanna og forða þeim frá að nota óvandað orðbragð um andstæðinga. Hún var sett til, að hægt væri stöðva vaxandi gagnrýni flokksfólks á forustu flokksins. Orsök ritskoðunar Orsök þessarar ritskoðunar má einfaldlega rekja til þess, að uppstillingarnefnd í „Kraganum“ vék Guðmundi Andra Thorssyni, traustum og vinsælum þingmanni úr öruggu þingsæti. Setti svo í hans stað Þórunni Sveinbjarnardóttur. Ósáttur flokksmaður gerði athugasemd við það að Guðmundi Andra var vikið úr þingsæti. Formanni framkvæmdastjórnar mislíkaði athugasemdin og fjarlægði hana, að eigin geðþótta. Það inngrip formannsins,að fjarlægja undirritaða færslu af lokaðri síðu var valdbeiting og ritskoðun, sem olli óvægnum deilum innan flokksins. Æðsta stjórn Samfylkingarinnar, sem öll er fullorðið fólk, lýsti stuðningi við formann framkvæmdastjórnarinnar og birti tilkynningu um ritskoðun á heimavef flokksins. Hingað til hafa flokksmenn haft þar frelsi til að skiftast á skoðunum. Hver með sínu nefi. Galnar hugmyndir Það er ekkert til að hneykslast yfir, að fólki finnist galnar hugmyndir sínar vera réttar. Það er líka erfitt að álasa fólki fyrir að framkvæma það, sem það telur vera rétt, - þó galið sé. Það er aftur á móti mjög alvarlegt þegar fólk með galnar hugmyndir tekur sér boðvald í stjórnmálaflokki og beitir því valdi. Sjálfu sér og flokknum til skaða og skammar Pólitískar hreinsanir Ég trúi, að hugmyndir þeirra, sem vilja ritskoða flokksfélaga sína, eigi pólitískar ættir í sömu kimum flokksins, og þau fjögur, í stjórn fulltrúaráðsins, sem yfirtóku um stund lýðræðið af flokknun, til að framkvæma pólitískar hreinsanir á framboðslistum hans í Reykjavík. Þau hreinsuðu af lista flokksins í Rvk.-Suður, Ágúst Ólaf,Jóhönnu Vigdísi og Einar Kárason. Þó höfðu þau í höndum sér Gallup-könnun, sem sýndi að flokkurinn mældist þá stærstur flokka í því kjördæmi, og að auki hafði hann langmest fylgi meðal ungra kjósenda í kjördæminu. Afglöp „fjórmenninga-klíkunnar“ Þeim fjórum, í stjórn fulltrúaraðsins í Rvk., sem ákváðu þessar hreinsanir ber skylda að gera flokksfólki grein fyrir hvaða nauðir ráku þau til þessara óskiljanlegu og dýrkeyptu afglapa. Takmörkuð auðlind Formaður fulltrúaráðsins, Hörður Oddfríðarson hefur þá skyldu að svara flokknum. Svar hans í sjónvarpi að „efstu sæti á lista Samfylkingarinna eru takmörkuð auðlind.“ það sæmir ekki. Honum ber að gera betur. Hann stýrði sjálfur verkinu. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég er reiðubúinn að fórna lífi mínu fyrir rétt þinn til að tjá þær“ Þessi orð eru höfð eftir Voltaire. Lýðræðissinnar um allan heim taka þau oft sér í munn, þegar þeir vilja sanna trúnað sinn og heilindi við lýðræði, og frelsi allra manna til að tjá skoðanir sínar. Meðal frjálsra þjóða er frelsið til að tjá hugsanir sínar undirstaða alls lýðræðis. Án þess frelsis er ekkert lýðræði. Lýðræði er heilagur réttur og skal öllum þegnum jafn. Að hefta tjáningafrelsi einstaklinga er mikill glæpur og svívirða gegn sjálfsvirðingu og frelsi hverrar manneskju. Það var því skelfileg árás á heilög grunngildi lýðræðisjafnaðarmanna þegar sjö manna stjórn Samfylkingarinnar, formaður meðtalinn, (öll fullorðið fólk) gaf út sameiginlega yfirlýsingu um ritskoðun á lokuðum innri samskiptavef (facebook) Samfylkingarinnar. Yfirlýsing stjórnarinnar var kynnt undir eftirfarandi fyrirsögn. „Hér fer á eftir yfirlýsing frá stjórn Samfylkingarinnar“. Þar segir: „Þess vegna hefur verið ákveðið að setja hópnum (facebook) eftirfarandi reglur. „1. Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist“ Sem sagt, ef flokksfélagi vill skrifa á vefinn um málefni, sem varða flokkinn, þá fær hann ekki þau skrif sín birt fyrr en stjórnendur „hugsanalöggur“ eru búnir að yfirfara þau og samþykkja. Ég endurtek: Félagsmaður fær ekki skoðanir sínar birtar fyrr en hugsanalöggur flokksins eru búnar ritskoða þær og samþykkja. (Ath. Hér er átt við stjórn vefsíðunnar) Ég þekki það vel til stjórnar Samfylkingarinnar, að ég trúi ekki, að öllum í stjórninni hafi verið ljóst hvað stóð í þessum texta, áður en hann var birtur í þeirra nafni. En komi engin skýring á aðkomu stjórnar flokksins að tilurð textans. Þá ber hún alla ábyrgð á þeim smánarbletti, sem þessi ritskoðun er á flokki lýðræðisjafnaðarmanna. - Já lýðræðis. Tylftardómur hinn nýji Stjórnendur (hugsanalöggur) síðunnar eru 6 úr hópi starfsmanna og 6 úr framkvæmdarstjórn. Á tímum nornaveiða gat norn svarið af sér sök ef tólf sóru með henni sakleysi. Það var tylftareiður. Þegar tylftardómur Samfylkingarinnar, eða útvaldir í hans umboði sverja með höfundi, að honum gangi ekkert ósæmilegt til þá má birta upphafsinnlegg hans á facebook flokksins, - annars ekki. Undir hylmingu auðmýktar, úlfur glefsandi fólginn var Þannig orti Halldór á Helgafelli í saltara sínum. Ritskoðun Samfylkingarinnar er hulin undir þeirri hylmingu að henni sé ætlað að bæta orðræðu flokksmanna þannig, að hún verði settleg og kurteis um menn og málefni. Þannig á Samfylkingarfólk að tala og skrifa. Að ritskoða innri samskiptavef í stjórnmálaflokki, sem kennir sig við lýðræði, er galin hugmynd. Það er eins og fundarstjóri gefi ekki ræðumanni orðið nema hann upplýsi fyrst kvað hann ætlar að segja. Enda var ritskoðun þessi alls ekki sett á til að bjarga sóma flokksmanna og forða þeim frá að nota óvandað orðbragð um andstæðinga. Hún var sett til, að hægt væri stöðva vaxandi gagnrýni flokksfólks á forustu flokksins. Orsök ritskoðunar Orsök þessarar ritskoðunar má einfaldlega rekja til þess, að uppstillingarnefnd í „Kraganum“ vék Guðmundi Andra Thorssyni, traustum og vinsælum þingmanni úr öruggu þingsæti. Setti svo í hans stað Þórunni Sveinbjarnardóttur. Ósáttur flokksmaður gerði athugasemd við það að Guðmundi Andra var vikið úr þingsæti. Formanni framkvæmdastjórnar mislíkaði athugasemdin og fjarlægði hana, að eigin geðþótta. Það inngrip formannsins,að fjarlægja undirritaða færslu af lokaðri síðu var valdbeiting og ritskoðun, sem olli óvægnum deilum innan flokksins. Æðsta stjórn Samfylkingarinnar, sem öll er fullorðið fólk, lýsti stuðningi við formann framkvæmdastjórnarinnar og birti tilkynningu um ritskoðun á heimavef flokksins. Hingað til hafa flokksmenn haft þar frelsi til að skiftast á skoðunum. Hver með sínu nefi. Galnar hugmyndir Það er ekkert til að hneykslast yfir, að fólki finnist galnar hugmyndir sínar vera réttar. Það er líka erfitt að álasa fólki fyrir að framkvæma það, sem það telur vera rétt, - þó galið sé. Það er aftur á móti mjög alvarlegt þegar fólk með galnar hugmyndir tekur sér boðvald í stjórnmálaflokki og beitir því valdi. Sjálfu sér og flokknum til skaða og skammar Pólitískar hreinsanir Ég trúi, að hugmyndir þeirra, sem vilja ritskoða flokksfélaga sína, eigi pólitískar ættir í sömu kimum flokksins, og þau fjögur, í stjórn fulltrúaráðsins, sem yfirtóku um stund lýðræðið af flokknun, til að framkvæma pólitískar hreinsanir á framboðslistum hans í Reykjavík. Þau hreinsuðu af lista flokksins í Rvk.-Suður, Ágúst Ólaf,Jóhönnu Vigdísi og Einar Kárason. Þó höfðu þau í höndum sér Gallup-könnun, sem sýndi að flokkurinn mældist þá stærstur flokka í því kjördæmi, og að auki hafði hann langmest fylgi meðal ungra kjósenda í kjördæminu. Afglöp „fjórmenninga-klíkunnar“ Þeim fjórum, í stjórn fulltrúaraðsins í Rvk., sem ákváðu þessar hreinsanir ber skylda að gera flokksfólki grein fyrir hvaða nauðir ráku þau til þessara óskiljanlegu og dýrkeyptu afglapa. Takmörkuð auðlind Formaður fulltrúaráðsins, Hörður Oddfríðarson hefur þá skyldu að svara flokknum. Svar hans í sjónvarpi að „efstu sæti á lista Samfylkingarinna eru takmörkuð auðlind.“ það sæmir ekki. Honum ber að gera betur. Hann stýrði sjálfur verkinu. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar