Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2021 23:10 Jóhann Snorri Sigurbergsson er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. Sigurjón Ólason Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku. Sprungur í malbiki og hrundar hraunhleðslur eru helstu ummerkin í Svartsengi eftir jarðskjálftahrinuna öflugu í aðdraganda eldgossins. Gosið sjálft ógnar hins vegar ekki orkuverinu. „Þessi staðsetning á eldgosinu er mjög heppileg hvað þetta varðar. Þetta er þannig staðsett að það er ólíklegt að kvika renni hér yfir okkar innviði þannig að við erum mjög fegin,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, í fréttum Stöðvar 2. „Okkar jarðfræðingar hefðu líklega valið þennan stað ef þeir hefðu fengið að velja hvar eldgosið ætti að koma upp," bætir hann við. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftahrinan hefur ekki bara opnað sprungur á yfirborði heldur einnig í jarðhitakerfum neðanjarðar, sem fæða orkuver eins og það í Svartsengi. „Jarðskjálftar hafa yfirleitt alltaf einhver áhrif á okkar jarðhitakerfi, eða kerfið sem við vinnum upp úr. Og við sjáum það eftir þessa hrinu, sem var núna fyrr í ár, að áhrifin eru frekar jákvæð heldur en neikvæð. Þau eru jákvæð. Það er aukinn kraftur í kerfinu. Við fáum í rauninni meira magn af gufu heldur en við fengum áður, svona lítillega, sem er eitthvað sem við bjuggumst við.“ -Og kannski jarðeldurinn kyndir ennþá betur undir? „Ekki ennþá. Við sjáum enga tengingu við það sem er að gerast þarna við Fagradalsfjall í kerfinu okkar. Af því að þetta virðast vera ótengd kerfi. En þetta kemur líklega bara úr sömu eldkúlunni og við erum að vinna úr hérna. Þannig að þetta er einhvern veginn tengt. Spurning hvað þú þarft að fara neðarlega,“ segir Jóhann Snorri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grindavík Orkumál Jarðhiti Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sprungur í malbiki og hrundar hraunhleðslur eru helstu ummerkin í Svartsengi eftir jarðskjálftahrinuna öflugu í aðdraganda eldgossins. Gosið sjálft ógnar hins vegar ekki orkuverinu. „Þessi staðsetning á eldgosinu er mjög heppileg hvað þetta varðar. Þetta er þannig staðsett að það er ólíklegt að kvika renni hér yfir okkar innviði þannig að við erum mjög fegin,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, í fréttum Stöðvar 2. „Okkar jarðfræðingar hefðu líklega valið þennan stað ef þeir hefðu fengið að velja hvar eldgosið ætti að koma upp," bætir hann við. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftahrinan hefur ekki bara opnað sprungur á yfirborði heldur einnig í jarðhitakerfum neðanjarðar, sem fæða orkuver eins og það í Svartsengi. „Jarðskjálftar hafa yfirleitt alltaf einhver áhrif á okkar jarðhitakerfi, eða kerfið sem við vinnum upp úr. Og við sjáum það eftir þessa hrinu, sem var núna fyrr í ár, að áhrifin eru frekar jákvæð heldur en neikvæð. Þau eru jákvæð. Það er aukinn kraftur í kerfinu. Við fáum í rauninni meira magn af gufu heldur en við fengum áður, svona lítillega, sem er eitthvað sem við bjuggumst við.“ -Og kannski jarðeldurinn kyndir ennþá betur undir? „Ekki ennþá. Við sjáum enga tengingu við það sem er að gerast þarna við Fagradalsfjall í kerfinu okkar. Af því að þetta virðast vera ótengd kerfi. En þetta kemur líklega bara úr sömu eldkúlunni og við erum að vinna úr hérna. Þannig að þetta er einhvern veginn tengt. Spurning hvað þú þarft að fara neðarlega,“ segir Jóhann Snorri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grindavík Orkumál Jarðhiti Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20
Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49