Tvær myndir stéttabaráttunnar Drífa Snædal skrifar 16. apríl 2021 15:32 „BPO Innheimta ehf. er nýtt og framsækið innheimtufyrirtæki á sviði innheimtu á Íslandi,“ eða þannig kynnir fyrirtækið sig á heimasíðu sinni. Framsæknin varð ljós í vikunni þegar fyrirtækið keypti kröfusöfn smálánafyrirtækja og hóf að senda út greiðsluseðla í heimabanka fólks með eindaga sama dag og kröfurnar voru sendar út. Neytendasamtökin hafa bent á að dæmi séu um að kröfur hafi hækkað mikið, jafnvel tvöfaldast og að þvert á gefin fyrirheit sé ekki eingöngu send krafa fyrir höfuðstóli lána, heldur einnig lántökukostnaði, innheimtukostnaði og vöxtum. Einhverjar kröfur eru þegar greiddar og ganga í endurnýjun lífdaga. Í því sambandi er rétt að minna á að þeir okurvextir sem smálánafyrirtæki lögðu á lán til einstaklinga reyndust ólögmætir. Það er löngu kominn tími til að okurlánarar hætti að níðast á viðkvæmu og fátæku fólki og skýr krafa að fjármálaeftirlitið fari að einbeita sér að glæpsamlegum athöfnum þessara fyrirtækja. ASÍ styður Neytendasamtökin í sinni baráttu. ASÍ skilaði umsögn sinni við fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 í vikunni. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 5% atvinnuleysi við lok tímabilsins, sem er með öllu óásættanleg framtíðarsýn. Markmið ríkisfjármála á að vera að dempa höggið af kreppunni með því að tryggja afkomu fólks og fulla atvinnu til framtíðar. Við súpum enn seyðið af því langtímaatvinnuleysi sem myndaðist í kringum hrun en eftir því sem atvinnuleysi dregst á langinn, þeim mun erfiðara verður að takast á við það. Stjórnvöld eru einnig með áform um „afkomubætandi ráðstafanir“ en orðið afkomubætandi er nýyrði sem virðist hafa verið fundið upp af núverandi fjármálaráðherra. Það kemur fyrst fyrir í þingtíðindum á þarsíðasta þingi en þá aðeins í mýflugumynd. Orðið finnst heldur ekki á timarit.is en kemur hins vegar fyrir 114 sinnum í framlagðri fjármálaáætlun. Í stuttu máli er þarna verið að leggja til annað hvort skattahækkanir eða niðurskurð. Ég árétta þá afstöðu ASÍ að niðurgreiðsla skulda á að mæta afgangi. Afkoma fólks og samfélagslegir hagsmunir eiga að vera í fyrsta sæti. Niðurskurður mun gera kreppuna dýpri og skaðlegri en hún þarf að vera. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Smálán Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
„BPO Innheimta ehf. er nýtt og framsækið innheimtufyrirtæki á sviði innheimtu á Íslandi,“ eða þannig kynnir fyrirtækið sig á heimasíðu sinni. Framsæknin varð ljós í vikunni þegar fyrirtækið keypti kröfusöfn smálánafyrirtækja og hóf að senda út greiðsluseðla í heimabanka fólks með eindaga sama dag og kröfurnar voru sendar út. Neytendasamtökin hafa bent á að dæmi séu um að kröfur hafi hækkað mikið, jafnvel tvöfaldast og að þvert á gefin fyrirheit sé ekki eingöngu send krafa fyrir höfuðstóli lána, heldur einnig lántökukostnaði, innheimtukostnaði og vöxtum. Einhverjar kröfur eru þegar greiddar og ganga í endurnýjun lífdaga. Í því sambandi er rétt að minna á að þeir okurvextir sem smálánafyrirtæki lögðu á lán til einstaklinga reyndust ólögmætir. Það er löngu kominn tími til að okurlánarar hætti að níðast á viðkvæmu og fátæku fólki og skýr krafa að fjármálaeftirlitið fari að einbeita sér að glæpsamlegum athöfnum þessara fyrirtækja. ASÍ styður Neytendasamtökin í sinni baráttu. ASÍ skilaði umsögn sinni við fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 í vikunni. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 5% atvinnuleysi við lok tímabilsins, sem er með öllu óásættanleg framtíðarsýn. Markmið ríkisfjármála á að vera að dempa höggið af kreppunni með því að tryggja afkomu fólks og fulla atvinnu til framtíðar. Við súpum enn seyðið af því langtímaatvinnuleysi sem myndaðist í kringum hrun en eftir því sem atvinnuleysi dregst á langinn, þeim mun erfiðara verður að takast á við það. Stjórnvöld eru einnig með áform um „afkomubætandi ráðstafanir“ en orðið afkomubætandi er nýyrði sem virðist hafa verið fundið upp af núverandi fjármálaráðherra. Það kemur fyrst fyrir í þingtíðindum á þarsíðasta þingi en þá aðeins í mýflugumynd. Orðið finnst heldur ekki á timarit.is en kemur hins vegar fyrir 114 sinnum í framlagðri fjármálaáætlun. Í stuttu máli er þarna verið að leggja til annað hvort skattahækkanir eða niðurskurð. Ég árétta þá afstöðu ASÍ að niðurgreiðsla skulda á að mæta afgangi. Afkoma fólks og samfélagslegir hagsmunir eiga að vera í fyrsta sæti. Niðurskurður mun gera kreppuna dýpri og skaðlegri en hún þarf að vera. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun