Eru geðlæknar í stofurekstri í útrýmingarhættu? Karl Reynir Einarsson skrifar 17. apríl 2021 13:01 Sérfræðilæknar, sem reka eigin læknastofur, hafa um árabil verið ein hinna þriggja meginstoða heilbrigðiskerfisins. Hinar tvær eru sjúkrahúsin í landinu og heilsugæslan. Undanfarin ár hefur nýliðun í hópi geðlækna í stofurekstri, eða geðlækna á stofu eins og þeir eru yfirleitt kallaðir, verið lítil. Árið 2009 voru þeir 37 talsins og heildarfjöldi viðtala það ár var rúmlega 39 þúsund. Síðan hefur leiðin legið niður á við. Árið 2020 voru 32 geðlæknar á stofu og heildarfjöldi viðtala rúmlega 30 þúsund. Ekki eru til tölur fyrir heildarfjölda stöðugilda geðlækna á stofu undanfarin ár, sumir eru í hlutastarfi á stofu og vinna annars staðar með s.s. á spítala eða heilsugæslu. Fjöldi viðtala er því besti mælikvarðinn á starfsemina í heild sinni, en þetta helst í hendur. Þegar þetta er ritað eru starfandi 28 geðlæknar á stofu, 17 vinna eingöngu á stofu en 11 einnig annars staðar. Það má gróflega áætla að alls séu um 20 stöðugildi lækna ef allir væru eingöngu í 100% starfi á stofu. Undanfarinn áratug hefur geðlæknum á stofu fækkað um næstum fjórðung og fjölda viðtala sem því nemur. Þá vaknar spurningin: hvernig verður þetta eftir önnur tíu ár? Gera má tilraun til að spá fyrir um þróunina næstu ár með því að skoða aldurssamsetningu hópsins. Í dag er meðalaldur geðlækna í stofurekstri um 62 ár. Af þeim 28 sem enn eru starfandi á þessum vettvangi eru tíu þegar orðnir 67 ára eða eldri, eða 36%. Einungis fimm eru undir fimmtugu. Áhuginn á stofurekstri hefur sjaldan eða aldrei verið minni. Hver er ástæðan fyrir þessu? Ég tel að nokkrir þættir spili hér saman: Í fyrsta lagi þá er starfsumhverfið verra en það hefur verið lengi. Fjárhagslegir hvatar til að hefja stofurekstur eru ekki lengur fyrir hendi. Gjaldskrá geðlækna hefur ekki haldið í við hækkun á rekstrarkostnaði, sem er meiri en margur heldur. Leiga, tryggingar, kostnaður við sjúkraskrárkerfi og önnur gjöld – allt hefur þetta hækkað meira en gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Það er athyglisvert að að einkarekið starfsumhverfi geðlækna virðist ekki lengur samkeppnisfært við sumar opinberar stofnanir, enda oft margir sem sækja þar um lausar stöður. Í öðru lagi þá tel ég að breytt viðhorf til vinnu og einkalífs hafi hér áhrif. Í dag vill fólk vinna til að lifa, en hér áður fyrr lifði fólk til að vinna. Þetta er jákvæð þróun, en veldur því að fyrir hvern geðlækni á stofu sem fer á eftirlaun í dag þarf stundum tvo yngri til að hitta jafnmarga sjúklinga. Þeir sem eru í einkarekstri fá einungis greitt fyrir hvert viðtal, mismikið eftir því hvað það er langt. Ef sjúklingurinn mætir ekki í tímann fær læknirinn ekkert greitt. Ef læknirinn mætir ekki vinnu vegna veikinda er hann án launa þann daginn. Hér áður fyrr gátu stofulæknar verið með mjög góðar tekjur með því að vinna langa vinnudaga og jafnvel um helgar líka. Í dag eru viðhorfin breytt, tekjurnar minnka sem því nemur og betra að vera opinber starfsmaður, með frítöku- og veikindarétt og geta t.d. verið heima hjá veiku barni án þess að vera tekjulaus þann daginn. Í þriðja lagi hefur samningsleysi við Sjúkratryggingar Íslands haft mjög slæm áhrif á viðhorf geðlækna til stofureksturs. Áralöng óvissa með rekstrarumhverfið er ekki til þess fallin að menn fari út í einkarekstur. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur heldur engum dulist að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu hefur ekki notið sérstakrar veldvildar, a.m.k. ekki ef þjónustan er veitt hér á landi. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig að öll geðheilbrigðisþjónusta í landinu eigi að vera rekin af opinberum stofnunum. Nú styttist hins vegar í kosningar og þá verður vonandi tekin umræða um þetta efni, því ég efast um að meirihluti þjóðarinnar styðji núverandi stefnu. Þegar allt er tekið saman bendir því ýmislegt til þess að geðlæknar á stofu séu í raunverulegri útrýmingarhættu og muni halda áfram að fækka næstu árin ef ekkert breytist. Þetta gerist á sama tíma og þörf er á fleiri geðlæknum vegna fjölgunar þjóðarinnar og eðlilegum kröfum um meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er mikilvægt að öllum sé þetta ljóst. Við þetta mun fjölbreytt og hagkvæm þjónusta tapast, starfsumhverfi geðlækna verður fábreyttara og landið minna aðlaðandi fyrir geðlækna sem nú starfa á erlendri grundu. Ég á erfitt með að trúa því að meirihluti þjóðarinnar sé þessu fylgjandi. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Sérfræðilæknar, sem reka eigin læknastofur, hafa um árabil verið ein hinna þriggja meginstoða heilbrigðiskerfisins. Hinar tvær eru sjúkrahúsin í landinu og heilsugæslan. Undanfarin ár hefur nýliðun í hópi geðlækna í stofurekstri, eða geðlækna á stofu eins og þeir eru yfirleitt kallaðir, verið lítil. Árið 2009 voru þeir 37 talsins og heildarfjöldi viðtala það ár var rúmlega 39 þúsund. Síðan hefur leiðin legið niður á við. Árið 2020 voru 32 geðlæknar á stofu og heildarfjöldi viðtala rúmlega 30 þúsund. Ekki eru til tölur fyrir heildarfjölda stöðugilda geðlækna á stofu undanfarin ár, sumir eru í hlutastarfi á stofu og vinna annars staðar með s.s. á spítala eða heilsugæslu. Fjöldi viðtala er því besti mælikvarðinn á starfsemina í heild sinni, en þetta helst í hendur. Þegar þetta er ritað eru starfandi 28 geðlæknar á stofu, 17 vinna eingöngu á stofu en 11 einnig annars staðar. Það má gróflega áætla að alls séu um 20 stöðugildi lækna ef allir væru eingöngu í 100% starfi á stofu. Undanfarinn áratug hefur geðlæknum á stofu fækkað um næstum fjórðung og fjölda viðtala sem því nemur. Þá vaknar spurningin: hvernig verður þetta eftir önnur tíu ár? Gera má tilraun til að spá fyrir um þróunina næstu ár með því að skoða aldurssamsetningu hópsins. Í dag er meðalaldur geðlækna í stofurekstri um 62 ár. Af þeim 28 sem enn eru starfandi á þessum vettvangi eru tíu þegar orðnir 67 ára eða eldri, eða 36%. Einungis fimm eru undir fimmtugu. Áhuginn á stofurekstri hefur sjaldan eða aldrei verið minni. Hver er ástæðan fyrir þessu? Ég tel að nokkrir þættir spili hér saman: Í fyrsta lagi þá er starfsumhverfið verra en það hefur verið lengi. Fjárhagslegir hvatar til að hefja stofurekstur eru ekki lengur fyrir hendi. Gjaldskrá geðlækna hefur ekki haldið í við hækkun á rekstrarkostnaði, sem er meiri en margur heldur. Leiga, tryggingar, kostnaður við sjúkraskrárkerfi og önnur gjöld – allt hefur þetta hækkað meira en gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Það er athyglisvert að að einkarekið starfsumhverfi geðlækna virðist ekki lengur samkeppnisfært við sumar opinberar stofnanir, enda oft margir sem sækja þar um lausar stöður. Í öðru lagi þá tel ég að breytt viðhorf til vinnu og einkalífs hafi hér áhrif. Í dag vill fólk vinna til að lifa, en hér áður fyrr lifði fólk til að vinna. Þetta er jákvæð þróun, en veldur því að fyrir hvern geðlækni á stofu sem fer á eftirlaun í dag þarf stundum tvo yngri til að hitta jafnmarga sjúklinga. Þeir sem eru í einkarekstri fá einungis greitt fyrir hvert viðtal, mismikið eftir því hvað það er langt. Ef sjúklingurinn mætir ekki í tímann fær læknirinn ekkert greitt. Ef læknirinn mætir ekki vinnu vegna veikinda er hann án launa þann daginn. Hér áður fyrr gátu stofulæknar verið með mjög góðar tekjur með því að vinna langa vinnudaga og jafnvel um helgar líka. Í dag eru viðhorfin breytt, tekjurnar minnka sem því nemur og betra að vera opinber starfsmaður, með frítöku- og veikindarétt og geta t.d. verið heima hjá veiku barni án þess að vera tekjulaus þann daginn. Í þriðja lagi hefur samningsleysi við Sjúkratryggingar Íslands haft mjög slæm áhrif á viðhorf geðlækna til stofureksturs. Áralöng óvissa með rekstrarumhverfið er ekki til þess fallin að menn fari út í einkarekstur. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur heldur engum dulist að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu hefur ekki notið sérstakrar veldvildar, a.m.k. ekki ef þjónustan er veitt hér á landi. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig að öll geðheilbrigðisþjónusta í landinu eigi að vera rekin af opinberum stofnunum. Nú styttist hins vegar í kosningar og þá verður vonandi tekin umræða um þetta efni, því ég efast um að meirihluti þjóðarinnar styðji núverandi stefnu. Þegar allt er tekið saman bendir því ýmislegt til þess að geðlæknar á stofu séu í raunverulegri útrýmingarhættu og muni halda áfram að fækka næstu árin ef ekkert breytist. Þetta gerist á sama tíma og þörf er á fleiri geðlæknum vegna fjölgunar þjóðarinnar og eðlilegum kröfum um meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er mikilvægt að öllum sé þetta ljóst. Við þetta mun fjölbreytt og hagkvæm þjónusta tapast, starfsumhverfi geðlækna verður fábreyttara og landið minna aðlaðandi fyrir geðlækna sem nú starfa á erlendri grundu. Ég á erfitt með að trúa því að meirihluti þjóðarinnar sé þessu fylgjandi. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun