Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. maí 2021 07:01 Í kjölfar Covid er líklegt að fólk muni velja sér vinnustaði sem bjóða upp á það fyrirkomulag sem þeim hentar best að vinna í, sem þýðir að útfærslur á vinnufyrirkomulagi starfsfólks þurfa að vera mismunandi ef vinnustaðir vilja halda í gott starfsfólk. Vísir/Getty Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? Fáir telja að svo verði. En það er ekki nóg að vinnustaðir móti sér einhverja eina leið til að útfæra nýtt fyrirkomulag fyrir starfsfólk sem mun áfram kjósa að vinna í fjarvinnu, að hluta til eða öllu leyti. Því eitt af því sem hefur gerst í Covid er að fólk er farið að máta það fyrirkomulag sem best hentar sér, sem þýðir að gott starfsfólk mun falast eftir störfum hjá þeim vinnustöðum sem bjóða upp á fyrirkomulag eins og þeim hentar best. Já, fyrir Covid var fátt annað í boði en að mæta til vinnu. En nú er öldin önnur. Hér eru fjórar lýsingar á mismunandi týpum starfsfólks og kenningar um þá útfærslu sem þetta fólk á eftir að horfa til, þegar það velur sér vinnustaði. 1. Vinnustaðatýpan Þessi karakter er til í að snúa til baka og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mjög líklega er þetta sá hópur fólks sem vildi ekki vera í fjarvinnu í kjölfar Covid nema í sem minnsta mæli. Ef færi var á að vinna frekar á staðnum, valdi þessi karakter að mæta á vinnustaðinn. Fyrir þennan hóp fólks mun taka smá tíma að venjast því að það verður alls ekki allt eins og áður. Því svo margir samstarfsfélagar líta allt öðrum augum á vinnuna nú. 2. Ástríðufulla týpan Þessi týpa var alveg að fíla fjarvinnuna. Ekki síst sveigjanleikann sem henni hefur fylgt. En þessi karakter kann líka að meta vinnustaðinn og margt af því sem þar er. Þess vegna er líklegt að þessi týpa eigi eftir að falast eftir vinnufyrirkomulagi sem verður í bland: Í viðveru á vinnustað hluta úr viku en í fjarvinnu hluta úr viku. Á þann háttinn nær þessi karakter að sameina það tvennt sem honum finnst best: Félagslega hlutann í vinnunni og allt það sem þar er, en síðan sveigjanleikann og næðið sem fylgir fjarvinnunni heima fyrir. Fyrir stjórnendur kallar þessi hópur fólks á nýja nálgun í stjórnun. Því tími stjórnunar sem gengur þvert á alla starfsmenn er í raun liðinn. 3. Heilsufíkillinn Þetta er týpan sem leggur ofur áherslu á heilsurækt og allt sem snýr að góðri heilsu og hreysti. Þess vegna hefur fjarvinnan hentað þessum hópi ágætlega því í fjarvinnunni skapaðist enn betra jafnvægi á milli einkalífs og vinnu. Þessi karakter er líklegur til að vilja blandað fyrirkomulag eins og ástríðafulla týpan. Hins vegar mun þessi týpa velja fjarvinnudaga í meirihluta og aðeins minni viðveru á vinnustað en ástríðufulla týpan. Því heilsufíkillinn er meira umhugað um jafnvægi heimilis og vinnu, frekar en að sakna félagslega hlutans. 4. Andlega týpan Þessi karakter elskar frelsið sem hefur skapast í kjölfar Covid. Að geta forgangsraðað verkefnum og vinnutíma þannig að fjölskyldan sé í forgrunni en fjarvinnan skapi sveigjanleika til að sinna verkefnum vinnunnar bara eftir því hvað hentar fjölskyldunni best. Þessi týpa kýs fyrst og fremst að fá að sinna sínum verkefnum á þeim tíma sem honum/henni hentar best. Áskorun stjórnenda mun felast í því að þessi hópur starfsfólks haldi áfram að upplifa sig sem hluta af teyminu. Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02 Vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp Mikil starfsmannavelta er vinnustöðum kostnaðarsöm. Ekki aðeins getur verið dýrt að ráða inn eða þjálfa nýtt starfsfólk, heldur er það líka missir ef duglegt starfsfólk með góða reynslu og þekkingu hættir. 7. apríl 2021 07:00 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. 11. mars 2021 07:00 Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 10. mars 2021 10:22 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Fáir telja að svo verði. En það er ekki nóg að vinnustaðir móti sér einhverja eina leið til að útfæra nýtt fyrirkomulag fyrir starfsfólk sem mun áfram kjósa að vinna í fjarvinnu, að hluta til eða öllu leyti. Því eitt af því sem hefur gerst í Covid er að fólk er farið að máta það fyrirkomulag sem best hentar sér, sem þýðir að gott starfsfólk mun falast eftir störfum hjá þeim vinnustöðum sem bjóða upp á fyrirkomulag eins og þeim hentar best. Já, fyrir Covid var fátt annað í boði en að mæta til vinnu. En nú er öldin önnur. Hér eru fjórar lýsingar á mismunandi týpum starfsfólks og kenningar um þá útfærslu sem þetta fólk á eftir að horfa til, þegar það velur sér vinnustaði. 1. Vinnustaðatýpan Þessi karakter er til í að snúa til baka og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mjög líklega er þetta sá hópur fólks sem vildi ekki vera í fjarvinnu í kjölfar Covid nema í sem minnsta mæli. Ef færi var á að vinna frekar á staðnum, valdi þessi karakter að mæta á vinnustaðinn. Fyrir þennan hóp fólks mun taka smá tíma að venjast því að það verður alls ekki allt eins og áður. Því svo margir samstarfsfélagar líta allt öðrum augum á vinnuna nú. 2. Ástríðufulla týpan Þessi týpa var alveg að fíla fjarvinnuna. Ekki síst sveigjanleikann sem henni hefur fylgt. En þessi karakter kann líka að meta vinnustaðinn og margt af því sem þar er. Þess vegna er líklegt að þessi týpa eigi eftir að falast eftir vinnufyrirkomulagi sem verður í bland: Í viðveru á vinnustað hluta úr viku en í fjarvinnu hluta úr viku. Á þann háttinn nær þessi karakter að sameina það tvennt sem honum finnst best: Félagslega hlutann í vinnunni og allt það sem þar er, en síðan sveigjanleikann og næðið sem fylgir fjarvinnunni heima fyrir. Fyrir stjórnendur kallar þessi hópur fólks á nýja nálgun í stjórnun. Því tími stjórnunar sem gengur þvert á alla starfsmenn er í raun liðinn. 3. Heilsufíkillinn Þetta er týpan sem leggur ofur áherslu á heilsurækt og allt sem snýr að góðri heilsu og hreysti. Þess vegna hefur fjarvinnan hentað þessum hópi ágætlega því í fjarvinnunni skapaðist enn betra jafnvægi á milli einkalífs og vinnu. Þessi karakter er líklegur til að vilja blandað fyrirkomulag eins og ástríðafulla týpan. Hins vegar mun þessi týpa velja fjarvinnudaga í meirihluta og aðeins minni viðveru á vinnustað en ástríðufulla týpan. Því heilsufíkillinn er meira umhugað um jafnvægi heimilis og vinnu, frekar en að sakna félagslega hlutans. 4. Andlega týpan Þessi karakter elskar frelsið sem hefur skapast í kjölfar Covid. Að geta forgangsraðað verkefnum og vinnutíma þannig að fjölskyldan sé í forgrunni en fjarvinnan skapi sveigjanleika til að sinna verkefnum vinnunnar bara eftir því hvað hentar fjölskyldunni best. Þessi týpa kýs fyrst og fremst að fá að sinna sínum verkefnum á þeim tíma sem honum/henni hentar best. Áskorun stjórnenda mun felast í því að þessi hópur starfsfólks haldi áfram að upplifa sig sem hluta af teyminu.
Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02 Vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp Mikil starfsmannavelta er vinnustöðum kostnaðarsöm. Ekki aðeins getur verið dýrt að ráða inn eða þjálfa nýtt starfsfólk, heldur er það líka missir ef duglegt starfsfólk með góða reynslu og þekkingu hættir. 7. apríl 2021 07:00 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. 11. mars 2021 07:00 Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 10. mars 2021 10:22 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02
Vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp Mikil starfsmannavelta er vinnustöðum kostnaðarsöm. Ekki aðeins getur verið dýrt að ráða inn eða þjálfa nýtt starfsfólk, heldur er það líka missir ef duglegt starfsfólk með góða reynslu og þekkingu hættir. 7. apríl 2021 07:00
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01
Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. 11. mars 2021 07:00
Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 10. mars 2021 10:22