Drottningin sat ein næst altarinu við jarðarförina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 16:06 Elísabet Englandsdrottning sat ein fremst við altarið þegar eiginmaður hennar, Filippus prins hertogi af Edinborg, var jarðsunginn í dag. Hér má sá gamla mynd af þeim hjónum. EPA-EFE/THE COUNTESS OF WESSEX Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag en athöfnin fór fram í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Drottningin sat ein næst altarinu á meðan á guðsþjónustunni stóð. Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry, sátu ekki hlið við hlið heldur á móti hver öðrum við athöfnina en yfirgáfu kapelluna þó hlið við hlið. Skotið var úr fallbyssum við Lundúnaturninn og við Edinborgarkastala minningu Filippusar við upphaf athafnarinnar. Filippus prins hafði sjálfur valið tónlistina sem spiluð var við athöfnina en meðal annars voru flutt verk Benjamin Britten og William Lovelady. Skotið úr fallbyssum við Lundúnaturninn. EPA-EFE/CPL ED WRIGHT/RAF/MOD/CROWN Erkibiskupinn af Canterbury þakkaði hertoganum fyrir „trú sína og tryggð, fyrir tryggð gagnvart skyldum sínum og ráðvendni, fyrir lífstíð sína í þjónustu við þjóðina og breska samveldið og fyrir hugrekki og innblástur með forystu sinni.“ Á meðfylgjandi myndbandi frá Sky News má sjá hvar drottningin mætir til athafnarinnar í kapellunni. Hátíðlegasta stund dagsins, eins og því er lýst í frétt BBC, var þegar kista hertogans var látin síga niður í Konungshvelfinguna við undirleik herhljómsveitar. Kistan var svo prýdd blómum sem Elísabet Englandsdrottning, ekkja hertogans, valdi sjálf. Filippus prins var 99 ára þegar hann lést.EPA-EFE/Dave Jenkins/MOD/CROWN Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með athöfninni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók jafnframt þátt í einnar mínútu þögn fyrr í dag í minningu hertogans. In Memoriam HRH The Prince Philip, Duke of Edinburgh, 1921-2021. pic.twitter.com/nnP3It3Huk— UK Prime Minister (@10DowningStreet) April 17, 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist hertogans einnig í færslu á Twitter í dag þar sem hann rifjar sérstaklega upp heimsókn Filippusar prins til Íslands árið 1964. In 1964 Prince Philip, Duke of Edinburgh, sailed to Iceland where he was welcomed by then President Ásgeir Ásgeirsson. The archives of British Pathé include this rare footage of his journey across the North Atlantic. Blessed be the memory of Prince Philip.https://t.co/yb6PHRHzDd— President of Iceland (@PresidentISL) April 17, 2021 Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Drottningin sat ein næst altarinu á meðan á guðsþjónustunni stóð. Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry, sátu ekki hlið við hlið heldur á móti hver öðrum við athöfnina en yfirgáfu kapelluna þó hlið við hlið. Skotið var úr fallbyssum við Lundúnaturninn og við Edinborgarkastala minningu Filippusar við upphaf athafnarinnar. Filippus prins hafði sjálfur valið tónlistina sem spiluð var við athöfnina en meðal annars voru flutt verk Benjamin Britten og William Lovelady. Skotið úr fallbyssum við Lundúnaturninn. EPA-EFE/CPL ED WRIGHT/RAF/MOD/CROWN Erkibiskupinn af Canterbury þakkaði hertoganum fyrir „trú sína og tryggð, fyrir tryggð gagnvart skyldum sínum og ráðvendni, fyrir lífstíð sína í þjónustu við þjóðina og breska samveldið og fyrir hugrekki og innblástur með forystu sinni.“ Á meðfylgjandi myndbandi frá Sky News má sjá hvar drottningin mætir til athafnarinnar í kapellunni. Hátíðlegasta stund dagsins, eins og því er lýst í frétt BBC, var þegar kista hertogans var látin síga niður í Konungshvelfinguna við undirleik herhljómsveitar. Kistan var svo prýdd blómum sem Elísabet Englandsdrottning, ekkja hertogans, valdi sjálf. Filippus prins var 99 ára þegar hann lést.EPA-EFE/Dave Jenkins/MOD/CROWN Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með athöfninni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók jafnframt þátt í einnar mínútu þögn fyrr í dag í minningu hertogans. In Memoriam HRH The Prince Philip, Duke of Edinburgh, 1921-2021. pic.twitter.com/nnP3It3Huk— UK Prime Minister (@10DowningStreet) April 17, 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist hertogans einnig í færslu á Twitter í dag þar sem hann rifjar sérstaklega upp heimsókn Filippusar prins til Íslands árið 1964. In 1964 Prince Philip, Duke of Edinburgh, sailed to Iceland where he was welcomed by then President Ásgeir Ásgeirsson. The archives of British Pathé include this rare footage of his journey across the North Atlantic. Blessed be the memory of Prince Philip.https://t.co/yb6PHRHzDd— President of Iceland (@PresidentISL) April 17, 2021
Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira