Drottningin sat ein næst altarinu við jarðarförina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 16:06 Elísabet Englandsdrottning sat ein fremst við altarið þegar eiginmaður hennar, Filippus prins hertogi af Edinborg, var jarðsunginn í dag. Hér má sá gamla mynd af þeim hjónum. EPA-EFE/THE COUNTESS OF WESSEX Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag en athöfnin fór fram í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Drottningin sat ein næst altarinu á meðan á guðsþjónustunni stóð. Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry, sátu ekki hlið við hlið heldur á móti hver öðrum við athöfnina en yfirgáfu kapelluna þó hlið við hlið. Skotið var úr fallbyssum við Lundúnaturninn og við Edinborgarkastala minningu Filippusar við upphaf athafnarinnar. Filippus prins hafði sjálfur valið tónlistina sem spiluð var við athöfnina en meðal annars voru flutt verk Benjamin Britten og William Lovelady. Skotið úr fallbyssum við Lundúnaturninn. EPA-EFE/CPL ED WRIGHT/RAF/MOD/CROWN Erkibiskupinn af Canterbury þakkaði hertoganum fyrir „trú sína og tryggð, fyrir tryggð gagnvart skyldum sínum og ráðvendni, fyrir lífstíð sína í þjónustu við þjóðina og breska samveldið og fyrir hugrekki og innblástur með forystu sinni.“ Á meðfylgjandi myndbandi frá Sky News má sjá hvar drottningin mætir til athafnarinnar í kapellunni. Hátíðlegasta stund dagsins, eins og því er lýst í frétt BBC, var þegar kista hertogans var látin síga niður í Konungshvelfinguna við undirleik herhljómsveitar. Kistan var svo prýdd blómum sem Elísabet Englandsdrottning, ekkja hertogans, valdi sjálf. Filippus prins var 99 ára þegar hann lést.EPA-EFE/Dave Jenkins/MOD/CROWN Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með athöfninni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók jafnframt þátt í einnar mínútu þögn fyrr í dag í minningu hertogans. In Memoriam HRH The Prince Philip, Duke of Edinburgh, 1921-2021. pic.twitter.com/nnP3It3Huk— UK Prime Minister (@10DowningStreet) April 17, 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist hertogans einnig í færslu á Twitter í dag þar sem hann rifjar sérstaklega upp heimsókn Filippusar prins til Íslands árið 1964. In 1964 Prince Philip, Duke of Edinburgh, sailed to Iceland where he was welcomed by then President Ásgeir Ásgeirsson. The archives of British Pathé include this rare footage of his journey across the North Atlantic. Blessed be the memory of Prince Philip.https://t.co/yb6PHRHzDd— President of Iceland (@PresidentISL) April 17, 2021 Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Drottningin sat ein næst altarinu á meðan á guðsþjónustunni stóð. Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry, sátu ekki hlið við hlið heldur á móti hver öðrum við athöfnina en yfirgáfu kapelluna þó hlið við hlið. Skotið var úr fallbyssum við Lundúnaturninn og við Edinborgarkastala minningu Filippusar við upphaf athafnarinnar. Filippus prins hafði sjálfur valið tónlistina sem spiluð var við athöfnina en meðal annars voru flutt verk Benjamin Britten og William Lovelady. Skotið úr fallbyssum við Lundúnaturninn. EPA-EFE/CPL ED WRIGHT/RAF/MOD/CROWN Erkibiskupinn af Canterbury þakkaði hertoganum fyrir „trú sína og tryggð, fyrir tryggð gagnvart skyldum sínum og ráðvendni, fyrir lífstíð sína í þjónustu við þjóðina og breska samveldið og fyrir hugrekki og innblástur með forystu sinni.“ Á meðfylgjandi myndbandi frá Sky News má sjá hvar drottningin mætir til athafnarinnar í kapellunni. Hátíðlegasta stund dagsins, eins og því er lýst í frétt BBC, var þegar kista hertogans var látin síga niður í Konungshvelfinguna við undirleik herhljómsveitar. Kistan var svo prýdd blómum sem Elísabet Englandsdrottning, ekkja hertogans, valdi sjálf. Filippus prins var 99 ára þegar hann lést.EPA-EFE/Dave Jenkins/MOD/CROWN Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með athöfninni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók jafnframt þátt í einnar mínútu þögn fyrr í dag í minningu hertogans. In Memoriam HRH The Prince Philip, Duke of Edinburgh, 1921-2021. pic.twitter.com/nnP3It3Huk— UK Prime Minister (@10DowningStreet) April 17, 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist hertogans einnig í færslu á Twitter í dag þar sem hann rifjar sérstaklega upp heimsókn Filippusar prins til Íslands árið 1964. In 1964 Prince Philip, Duke of Edinburgh, sailed to Iceland where he was welcomed by then President Ásgeir Ásgeirsson. The archives of British Pathé include this rare footage of his journey across the North Atlantic. Blessed be the memory of Prince Philip.https://t.co/yb6PHRHzDd— President of Iceland (@PresidentISL) April 17, 2021
Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira