Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. apríl 2021 18:31 Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. Maskína gerði könnunina fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á dögunum 8. til 15. apríl. Fylgi Miðflokksins hefur dalað nokkuð í könnunum Maskínu undanfarið; var 7,3% í desember en 6,1% í mars. Flokkurinn hlaut 11,1% fylgi í síðustu kosningum árið 2017 og sjö þingsæti. Frá því að tveir þingmenn Flokks fólksins gengu í raðir Miðflokksins í ársbyrjun 2019 hefur hann verið fjölmennasti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hækkar aftur á móti. Vinstri Grænir mælast næststærsti flokkurinn með 15,2% miðað við 13,2% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 23,8% og Framsóknarflokksins í 11,1%. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðí Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að kanna möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir til þess umboð.vísir/Einar Saman eru stjórnarflokkarnir með um 50% fylgi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að stjórnarflokkarnir myndu kanna möguleikann á áframhaldandi samstarfi fengju þeir til þess umboð. „Ég held að það væri mjög eðlilegt að þessir flokkar myndu setjast niður og ræða möguleika á framhaldi. En við höfum sagt það núna eins og við sögðum fyrir síðustu kosningar að við erum ekki að útiloka neinn frá samstarfi og erum ekki að lofa neinu um samstarf,“ sagði Katrín og bætti við að það hafi ekki reynst farsælt að vera með of miklar yfirlýsingar og útiloka samstarfsmöguleika. „Það var nú kannski bara eftir þá reynslu sem við öðluðumst eftir kosningarnar 2016, þar sem var mjög erfitt að mynda ríkisstjórn og miklar yfirlýsingar höfðu verið gefnar fyrir kosningar, að við tókum þann lærdóm af því að vera ekki með of miklar yfirlýsingar.“ „En færi það svo að þessir flokkar fengu meirihluta væri það mjög eðlilegt að við myndum setjast niður og kanna möguleika á framhaldi,“ sagði Katrín í Víglínunni. Þannig það væri fyrsti kostur? „Það hangir auðvitað svo margt á niðurstöðum kosninga og þessi ríkisstjórn var mjög óvænt niðurstaða síðast og spratt meðal annars upp úr því hversu erfitt það hafði reynst að mynda ríkisstjórn áður. En þetta hefur gengið vel og þess vegna segi ég að það væri undarlegt að láta ekki reyna á framhaldið. En ég ætla ekki að útiloka neina aðra kosti hins vegar,“ sagði Katrín. Fylgi Samfylkingarinnar dalar enn Samfylkingin heldur áfram að dala í könnunum Maskínu. Fylgið stendur nú í 12,8% og hefur lækkað verulega frá áramótum þegar það var 17,9%. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu lækka einnig lítillega. Píratar um eitt prósent og mælast með 11,1% fylgi en Viðreisn með 11,5%. Ólíkt því sem verið hefur í síðustu könnunum mælist Sósíalistaflokkur Íslands ekki inni á þingi með 4,1% fylgi. Fylgi Flokks fólksins hækkar hins vegar aðeins og flokkurinn mælist nú inni með 5% fylgi. Maskína gerði könnunina á dögunum 8. til 15. apríl og svarendur voru 892 talsins. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Maskína gerði könnunina fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á dögunum 8. til 15. apríl. Fylgi Miðflokksins hefur dalað nokkuð í könnunum Maskínu undanfarið; var 7,3% í desember en 6,1% í mars. Flokkurinn hlaut 11,1% fylgi í síðustu kosningum árið 2017 og sjö þingsæti. Frá því að tveir þingmenn Flokks fólksins gengu í raðir Miðflokksins í ársbyrjun 2019 hefur hann verið fjölmennasti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hækkar aftur á móti. Vinstri Grænir mælast næststærsti flokkurinn með 15,2% miðað við 13,2% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 23,8% og Framsóknarflokksins í 11,1%. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðí Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að kanna möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir til þess umboð.vísir/Einar Saman eru stjórnarflokkarnir með um 50% fylgi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að stjórnarflokkarnir myndu kanna möguleikann á áframhaldandi samstarfi fengju þeir til þess umboð. „Ég held að það væri mjög eðlilegt að þessir flokkar myndu setjast niður og ræða möguleika á framhaldi. En við höfum sagt það núna eins og við sögðum fyrir síðustu kosningar að við erum ekki að útiloka neinn frá samstarfi og erum ekki að lofa neinu um samstarf,“ sagði Katrín og bætti við að það hafi ekki reynst farsælt að vera með of miklar yfirlýsingar og útiloka samstarfsmöguleika. „Það var nú kannski bara eftir þá reynslu sem við öðluðumst eftir kosningarnar 2016, þar sem var mjög erfitt að mynda ríkisstjórn og miklar yfirlýsingar höfðu verið gefnar fyrir kosningar, að við tókum þann lærdóm af því að vera ekki með of miklar yfirlýsingar.“ „En færi það svo að þessir flokkar fengu meirihluta væri það mjög eðlilegt að við myndum setjast niður og kanna möguleika á framhaldi,“ sagði Katrín í Víglínunni. Þannig það væri fyrsti kostur? „Það hangir auðvitað svo margt á niðurstöðum kosninga og þessi ríkisstjórn var mjög óvænt niðurstaða síðast og spratt meðal annars upp úr því hversu erfitt það hafði reynst að mynda ríkisstjórn áður. En þetta hefur gengið vel og þess vegna segi ég að það væri undarlegt að láta ekki reyna á framhaldið. En ég ætla ekki að útiloka neina aðra kosti hins vegar,“ sagði Katrín. Fylgi Samfylkingarinnar dalar enn Samfylkingin heldur áfram að dala í könnunum Maskínu. Fylgið stendur nú í 12,8% og hefur lækkað verulega frá áramótum þegar það var 17,9%. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu lækka einnig lítillega. Píratar um eitt prósent og mælast með 11,1% fylgi en Viðreisn með 11,5%. Ólíkt því sem verið hefur í síðustu könnunum mælist Sósíalistaflokkur Íslands ekki inni á þingi með 4,1% fylgi. Fylgi Flokks fólksins hækkar hins vegar aðeins og flokkurinn mælist nú inni með 5% fylgi. Maskína gerði könnunina á dögunum 8. til 15. apríl og svarendur voru 892 talsins.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira