Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 11:15 Skuggi þyrilvængjunnar Ingenuity þegar hún hóf sig til lofts á Mars að morgni mánudagsins 19. apríl 2021. NASA/JPL Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. Ingenuity hóf sig á loft á rauðu reikistjörnunni klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun og var þannig fyrsta manngerða farið til þess að fljúga undir eigin afli á öðrum hnetti. Vegna fjarlægðarinnar á milli Mars og jarðarinnar fékk NASA ekki staðfestingu á að tilraunin hefði virkað fyrr en um klukkan ellefu að íslenskum tíma. Fögnuður braust út hjá Ingenuity-teyminu þegar gögn úr hæðarmæli sýndu að litla þyrlan hefði svifið í þriggja metra hæð í um fjörutíu sekúndur. Ekki minnkaði gleðin þegar mynd barst neðan úr þyrlunni sem sýndi skugga hennar á rykugu yfirborði reikistjörnunnar og síðan önnur úr könnunarjeppanum Perseverance sem stóð álengdar og fylgdist með. "Ingenuity has performed its first flight the first flight of a powered aircraft on another planet!"The data reveals: Our #MarsHelicopter has had a successful first flight: pic.twitter.com/h5a6aGGgHG— NASA (@NASA) April 19, 2021 Þyrilvængjunni er aðeins ætlað að kanna aðstæður til flugs á Mars en engin vísindatæki eru um borð í henni. Töluvert erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni þrátt fyrir að þyngdarkrafturinn á Mars sé aðeins þriðjungur af þeim á jörðinni. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur, aðeins um 1% af þykkt þess jarðneska. Því þurfa þyrilblöð Ingenuity að snúast 2.500 sinnum á mínútu til þess að ná flugi, um fimmfalt hraðar en hún þyrfti á jörðinni. You wouldn’t believe what I just saw. More images and video to come...#MarsHelicopterhttps://t.co/PLapgbHeZU pic.twitter.com/mbiOGx4tJZ— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) April 19, 2021 Ætlunin er að gera fleiri tilraunir með Ingenuity á Mars, allt að fimm flugferðir þar sem þyrilvængjan hættir sér lengra. Þegar tilraununum með Ingenuity er lokið heldur Perseverance, sem lenti á Mars í febrúar, áfram vísindaleiðangri sínum. Fréttin hefur verið uppfærð. Mars Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Ingenuity hóf sig á loft á rauðu reikistjörnunni klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun og var þannig fyrsta manngerða farið til þess að fljúga undir eigin afli á öðrum hnetti. Vegna fjarlægðarinnar á milli Mars og jarðarinnar fékk NASA ekki staðfestingu á að tilraunin hefði virkað fyrr en um klukkan ellefu að íslenskum tíma. Fögnuður braust út hjá Ingenuity-teyminu þegar gögn úr hæðarmæli sýndu að litla þyrlan hefði svifið í þriggja metra hæð í um fjörutíu sekúndur. Ekki minnkaði gleðin þegar mynd barst neðan úr þyrlunni sem sýndi skugga hennar á rykugu yfirborði reikistjörnunnar og síðan önnur úr könnunarjeppanum Perseverance sem stóð álengdar og fylgdist með. "Ingenuity has performed its first flight the first flight of a powered aircraft on another planet!"The data reveals: Our #MarsHelicopter has had a successful first flight: pic.twitter.com/h5a6aGGgHG— NASA (@NASA) April 19, 2021 Þyrilvængjunni er aðeins ætlað að kanna aðstæður til flugs á Mars en engin vísindatæki eru um borð í henni. Töluvert erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni þrátt fyrir að þyngdarkrafturinn á Mars sé aðeins þriðjungur af þeim á jörðinni. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur, aðeins um 1% af þykkt þess jarðneska. Því þurfa þyrilblöð Ingenuity að snúast 2.500 sinnum á mínútu til þess að ná flugi, um fimmfalt hraðar en hún þyrfti á jörðinni. You wouldn’t believe what I just saw. More images and video to come...#MarsHelicopterhttps://t.co/PLapgbHeZU pic.twitter.com/mbiOGx4tJZ— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) April 19, 2021 Ætlunin er að gera fleiri tilraunir með Ingenuity á Mars, allt að fimm flugferðir þar sem þyrilvængjan hættir sér lengra. Þegar tilraununum með Ingenuity er lokið heldur Perseverance, sem lenti á Mars í febrúar, áfram vísindaleiðangri sínum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mars Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent