Handbolti

Álaborg staðfestir komu Arons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Pálmarsson leikur í Danmörku næstu árin.
Aron Pálmarsson leikur í Danmörku næstu árin. vísir/vilhelm

Aron Pálmarsson hefur samið við Danmerkurmeistara Álaborgar og kemur til liðsins í sumar frá Barcelona.

Álaborg staðfesti þetta á heimasíðu sinni í morgun. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska félagið.

Álaborg er að safna saman í sannkallað ofurlið. Auk Arons ganga sænski landsliðsmaðurinn Jesper Nielsen, norski landsliðsmaðurinn Kristian Bjørnsen og Daninn Martin Larsen til liðs við Álaborg í sumar. Fyrir tímabilið 2022-23 gengur svo sjálfur Mikkel Hansen í raðir Álaborgar.

Aron varð Spánarmeistari með Barcelona í gær. Liðið vann þá stórsigur á Puente Genil, 37-21. Aron hefur nú tíu sinnum orðið deildarmeistari á ferlinum.

Álaborg verður fjórða félagið sem Aron leikur með á ferli sínum sem atvinnumaður. Hafnfirðingurinn lék með Kiel 2009-14, Veszprém 2014-17 og hefur svo leikið með Barcelona undanfarin fjögur ár.

Hjá Álaborg hittir Aron fyrir fyrrverandi samherja sinn í íslenska landsliðinu, Arnór Atlason, sem er aðstoðarþjálfari danska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×