Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. apríl 2021 09:04 Vilhjálmur og Boris: Á Ofurdeildin við ofurefli að etja? epa Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. Fyrirætlanir um stofnun Ofurdeildarinnar hafa klofið knattspyrnusamfélagið og sitt sýnist hverjum. Afstaða Vilhjálms kann þó að vigta meira en annarra en hann mun ekki bara erfa krúnuna heldur er hann forseti breska knattspyrnusambandsins (FA). Financial Times greinir frá því að stofnlið deildarinnar muni hagnast um 200 til 300 milljónir evra við stofnunina en í leiðara kallar blaðið átökin „baráttu um sál evrópskrar knattspyrnu“. Menningarmálaráðherrann Oliver Dowden segir stjórnvöld munu gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir að ensk lið taki þátt í deildinni og þá hefur menntamálráðherrann Gavin Williamsson sagt að til greina komi að grípa til lagasetningar til að vernda hagsmuni enska boltans. Boris Johnson forsætisráðherra mun funda með FA, fulltrúum úrvalsdeildarinnar og aðáendum í dag til að ræða stöðu mála. Hann hefur sjálfur harmað fregnir af stofnun Ofurdeildarinnar og segir fegurð leiksins snúast um þá von sem býr í brjósti stuðningsmanna um að einn dag muni liðið þeirra ná á toppinn. „Þetta er leikurinn ykkar og þið getið verið viss um að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gefa þessum fáránlegu fyrirætlunum rauða spjaldið,“ sagði Johnson í Sun. Now, more than ever, we must protect the entire football community – from the top level to the grassroots – and the values of competition and fairness at its core.I share the concerns of fans about the proposed Super League and the damage it risks causing to the game we love. W— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) April 19, 2021 Bretland Fótbolti Ofurdeildin Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Fyrirætlanir um stofnun Ofurdeildarinnar hafa klofið knattspyrnusamfélagið og sitt sýnist hverjum. Afstaða Vilhjálms kann þó að vigta meira en annarra en hann mun ekki bara erfa krúnuna heldur er hann forseti breska knattspyrnusambandsins (FA). Financial Times greinir frá því að stofnlið deildarinnar muni hagnast um 200 til 300 milljónir evra við stofnunina en í leiðara kallar blaðið átökin „baráttu um sál evrópskrar knattspyrnu“. Menningarmálaráðherrann Oliver Dowden segir stjórnvöld munu gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir að ensk lið taki þátt í deildinni og þá hefur menntamálráðherrann Gavin Williamsson sagt að til greina komi að grípa til lagasetningar til að vernda hagsmuni enska boltans. Boris Johnson forsætisráðherra mun funda með FA, fulltrúum úrvalsdeildarinnar og aðáendum í dag til að ræða stöðu mála. Hann hefur sjálfur harmað fregnir af stofnun Ofurdeildarinnar og segir fegurð leiksins snúast um þá von sem býr í brjósti stuðningsmanna um að einn dag muni liðið þeirra ná á toppinn. „Þetta er leikurinn ykkar og þið getið verið viss um að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gefa þessum fáránlegu fyrirætlunum rauða spjaldið,“ sagði Johnson í Sun. Now, more than ever, we must protect the entire football community – from the top level to the grassroots – and the values of competition and fairness at its core.I share the concerns of fans about the proposed Super League and the damage it risks causing to the game we love. W— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) April 19, 2021
Bretland Fótbolti Ofurdeildin Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira