Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40
21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56