Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 14:39 Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefni Janssen fyrir 235 þúsund einstaklinga. Vísir/EPA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. Nánar tiltekið er átt við óvenjulega blóðtappa með blóðflögufæð en það er mat EMA að ávinningur af notkun beggja efnanna vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EMA þar sem greint er frá niðurstöðu öryggisnefndar stofnunarinnar sem fundaði í dag. Einungis sést hjá fólki undir sextugu Stofnunin hefur undanfarið skoðað hugsanleg tengsl milli sjaldgæfra blóðtappa og notkunar bóluefnis Janssen. Í mati sínu skoðaði öryggisnefndin öll tiltæk gögn um tilfelli blóðtappa sem upp hafa komið í kjölfar bólusetningar með efninu, þar með talið átta tilkynningar í Bandaríkjunum. Yfir sjö milljónir einstaklinga hafa þar fengið bóluefnið og er því um að ræða hlutfallslega fá tilfelli en notkun þess hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Þá hefur verið beðið með notkun bóluefnisins hér á landi og víðar á meðan beðið var niðurstöðu EMA. Öll tilfellin sem öryggisnefndin skoðaði komu upp hjá fólki undir 60 ára aldri, innan við þremur vikum eftir bólusetningu. Ekki er búið að staðfesta sérstaka áhættuþætti en meirihluti blóðtappanna áttu sér stað hjá konum. Er þetta svipuð niðurstaða og hefur fengist úr athugunum á AstraZeneca bóluefninu en í báðum tilvikum er um að ræða svokallað veiruferjubóluefni. Ávinningurinn vegi þyngra en áhættan Fram kemur í tilkynningu EMA að kórónuveirusýkingu fylgi aukin hætta á sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum. Tilkynningar um blóðtappa og blóðflögufæg í kjölfar bólusetningar séu hins vegar mjög sjaldgæfar og heildarávinningurinn af notkun Janssen bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum. Ekki liggur fyrir hvernig hvernig notkun Janssen bóluefnisins verður háttað hérlendis. Bólusetning með bóluefni AstraZeneca er nú boðin fólki sem er sextugt og eldra en undanskildir eru þeir sem hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Nánar tiltekið er átt við óvenjulega blóðtappa með blóðflögufæð en það er mat EMA að ávinningur af notkun beggja efnanna vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EMA þar sem greint er frá niðurstöðu öryggisnefndar stofnunarinnar sem fundaði í dag. Einungis sést hjá fólki undir sextugu Stofnunin hefur undanfarið skoðað hugsanleg tengsl milli sjaldgæfra blóðtappa og notkunar bóluefnis Janssen. Í mati sínu skoðaði öryggisnefndin öll tiltæk gögn um tilfelli blóðtappa sem upp hafa komið í kjölfar bólusetningar með efninu, þar með talið átta tilkynningar í Bandaríkjunum. Yfir sjö milljónir einstaklinga hafa þar fengið bóluefnið og er því um að ræða hlutfallslega fá tilfelli en notkun þess hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Þá hefur verið beðið með notkun bóluefnisins hér á landi og víðar á meðan beðið var niðurstöðu EMA. Öll tilfellin sem öryggisnefndin skoðaði komu upp hjá fólki undir 60 ára aldri, innan við þremur vikum eftir bólusetningu. Ekki er búið að staðfesta sérstaka áhættuþætti en meirihluti blóðtappanna áttu sér stað hjá konum. Er þetta svipuð niðurstaða og hefur fengist úr athugunum á AstraZeneca bóluefninu en í báðum tilvikum er um að ræða svokallað veiruferjubóluefni. Ávinningurinn vegi þyngra en áhættan Fram kemur í tilkynningu EMA að kórónuveirusýkingu fylgi aukin hætta á sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum. Tilkynningar um blóðtappa og blóðflögufæg í kjölfar bólusetningar séu hins vegar mjög sjaldgæfar og heildarávinningurinn af notkun Janssen bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum. Ekki liggur fyrir hvernig hvernig notkun Janssen bóluefnisins verður háttað hérlendis. Bólusetning með bóluefni AstraZeneca er nú boðin fólki sem er sextugt og eldra en undanskildir eru þeir sem hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02
Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila