„Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. apríl 2021 14:48 Þingmaður Samfylkingarinnar biðlaði til stjórnarþingmanna um að standa ekki í vegi fyrir því að frumvarp Samfylkingarinnar er varðar landamærin komist á dagskrá. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að koma til móts við landsmenn sem þjást vegna COVID-19, hvort sem það sé heilsufarslega, félagslega eða vegna atvinnumissis. Oddný gerði frumvarp Samfylkingarinnar að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag en frumvarpið heimilar sóttvarnayfirvöldum að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við skikka fólk til skyldudvalar á sóttvarnahótel við komuna til landsins. Þingflokkurinn hefur þegar lagt fram frumvarpið og á Oddný von á að málið komist til umræðu á morgun. „Ég treysti því að háttvirtir stjórnarþingmenn komi ekki í veg fyrir að svo brýnt COVID mál komist á dagskrá jafnvel þó það sé lagt fram af stjórnarandstöðuflokki. Við erum öll í þessu saman er það ekki? Veiran spyr ekki um flokksskýrteini.“ Oddný sagði að því fyrr sem sóttvarnayfirvöld næðu að draga úr smitum því fyrr gætu landsmenn lifað eðlilegu lífi. Því væri brýnt að veita sóttvarnalækni þær lagaheimildir sem heimila honum að ráðleggja ráðherra með þeim hætti sem honum finnst best. „Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för, látum almannahag ráða för.“ Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Að loknum fundi verður spurningum blaðamanna svarað. Við lok ríkisstjórnarfundar í dag vildu ráðherrar ekki upplýsa um hvaða ákvörðun hefði verið tekin er varðar ráðstafanir á landamærunum. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ríflega sextíu og tvö prósent landsmanna eru fylgjandi skyldudvöl komufarþega frá há-áhættusvæðum í sóttvarnahúsi við komuna til Íslands. Þrjátíu og fjögur prósent eru sátt við núverandi fyrirkomulag. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45 Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Oddný gerði frumvarp Samfylkingarinnar að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag en frumvarpið heimilar sóttvarnayfirvöldum að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við skikka fólk til skyldudvalar á sóttvarnahótel við komuna til landsins. Þingflokkurinn hefur þegar lagt fram frumvarpið og á Oddný von á að málið komist til umræðu á morgun. „Ég treysti því að háttvirtir stjórnarþingmenn komi ekki í veg fyrir að svo brýnt COVID mál komist á dagskrá jafnvel þó það sé lagt fram af stjórnarandstöðuflokki. Við erum öll í þessu saman er það ekki? Veiran spyr ekki um flokksskýrteini.“ Oddný sagði að því fyrr sem sóttvarnayfirvöld næðu að draga úr smitum því fyrr gætu landsmenn lifað eðlilegu lífi. Því væri brýnt að veita sóttvarnalækni þær lagaheimildir sem heimila honum að ráðleggja ráðherra með þeim hætti sem honum finnst best. „Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för, látum almannahag ráða för.“ Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Að loknum fundi verður spurningum blaðamanna svarað. Við lok ríkisstjórnarfundar í dag vildu ráðherrar ekki upplýsa um hvaða ákvörðun hefði verið tekin er varðar ráðstafanir á landamærunum. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ríflega sextíu og tvö prósent landsmanna eru fylgjandi skyldudvöl komufarþega frá há-áhættusvæðum í sóttvarnahúsi við komuna til Íslands. Þrjátíu og fjögur prósent eru sátt við núverandi fyrirkomulag.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45 Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45
Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47
62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07