Telur verulega vankanta á boðuðum reglum eftir „ruglingslega“ kynningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2021 19:39 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Vísir/Arnar Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir á Landspítala telur ýmsa vankanta á boðuðum landamæraaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Nýju reglurnar hafi verið afar óskýrar, auk þess sem hann setur spurningamerki við hina háu nýgengistölu sem miðað er við til að skylda ferðamenn á sóttkvíarhótel. „Kynningin á þessu var mjög ruglingsleg satt best að segja og ekki til þess fallin að vekja traust til aðgerðanna,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Missum af löndum Af kynningu ríkisstjórnarinnar hefði mátt ráða að algjör skyldudvöl á sóttkvíarhóteli gilti aðeins um þrjú lönd á heimsvísu; Curaçao, Bermúda og San Marínó en þar er nýgengi fyrir allt landið yfir 1.000 á hverja 100 þúsund íbúa. Við nánari eftirgrennslan er hins vegar miðað við að fyrirkomulagið gildi í ríkjum þar sem nýgengið hefur náð 1.000 í héraði eða landssvæði innan þess. Algjör skyldudvöl á sóttkvíarhóteli mun því gilda um ferðalanga frá Hollandi, Póllandi, Frakklandi og Ungverjaland, að því gefnu að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Jóni Magnúsi þykir miklir annmarkar á þessu fyrirkomulagi. „Í fyrsta lagi er það að miðað sé við þessa rosalega háu nýgengistölu sem er ekki í notkun hjá ECDC (Sóttvarnastofnun Evrópu) í áhættuflokkun mismunandi landa. Það að miða við verstu stöðu innan hvers lands og nota þessa háu nýgengistölu missir af þeim löndum þar sem staðan er mjög slæm alls staðar en ekki alveg 1000 á hverja hundrað þúsund, eins og til dæmis Svíþjóð og Eistland. Þetta eru lönd sem eru með nýgengi yfir 750 yfir allt en samt ekki neitt eitt hérað sem stendur upp úr,“ segir Jón Magnús. ** Sjá einnig viðbót neðst í textanum, hef gert viðbætur inni í megintextanum ef viðeigandi ** Ekki láta blekkja ykkur...Posted by Jón Magnús Jóhannesson on Þriðjudagur, 20. apríl 2021 Þannig má nefna að samkvæmt tölum frá Sóttvarnastofnun Evrópu er nýgengi um 770 í Svíþjóð og Eistlandi en 563 í Hollandi og 762 í Frakklandi. Nýgengið er öllu hærra í Póllandi og Ungverjalandi, eða 839 og 861. „Þetta missir af löndum þar sem sjúkdómsbyrðin er meiri en ná ekki þessari í rauninni handahófskenndu nýgengistölu sem var hent þarna fram. Þannig að þetta er ekki góð leið að meta áhættu á því hvort ferðalangur sé líklegur til að vera með smit, því við vitum ekki frá hvaða héraði fólk er að ferðast.“ Áhyggjur af undanþágum Þá þykir honum, eins og staðan er nú í það minnsta, óljóst hvaða undanþágur er miðað við fyrir þá sem koma frá löndum þar sem nýgengi er á milli 750 og 1000. Undanþágur séu jafnframt nauðsynlegar. „Svo ég hef bæði áhyggjur af því að það séu engar undanþágur þegar nýgengi er skilgreint 1000 og yfir og að það séu illa skilgreindar undanþágur fyrir þennan 750-1000 hóp,“ segir Jón Magnús. „Hvað átt er við með undanþágum þarf að liggja fyrir sem fyrst svo fólk geti áttað sig á því við hverju má búast.“ Hlutfall jákvæðra sýna ætti að taka með Jón Magnús telur að í stað þess að miða við nýgengið 1.000 ætti að miða við 500. „Eins og ECDC gerir. Það má deila um hvort miða ætti við verstu stöðuna í hverju landi eða allt landið en mér fyndist eðlilegast að miða við nýgengi yfir landið allt. Ef eitt lítið, fámennt hérað – það er auðvelt fyrir þau að ná rosalega háu nýgengi á meðan þjóðin er ekki með stóran faraldur. Þannig að það þarf að fara varlega að alhæfa út frá nýgengi vissra héraða sem eru gjörólík í samfélagsbyggingu og mannfjölda.“ Þá telur Jón Magnús að taka eigi með í reikninginn hlutfall jákvæðra sýna. Honum virðist ekki að það sé gert nú – þó að komið gæti á daginn að það yrði. „Sums staðar þar sem faraldur er mjög þungur er í sumum tilfellum vangreint. Ef við tökum sem dæmi tvö lönd með sama nýgengi; 5 prósent sýna frá öðru landinu eru jákvæð en 50 prósent sýnanna jákvæð frá hinu landinu, þá er augljóst að seinna landið er að vangreina mjög mörg tilfelli. Þess vegna notar ECDC líka þetta til að skilgreina hááhættusvæði, svo hægt sé að gera ráð fyrir löndum sem geta ekki tekið öll sýni sem þarf, kannski vegna innviða eða aðstæðna,“ Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur tekur undir þetta sjónarmið á Twitter í dag. Það þarf að útskýra fyrir almenningi af hverju verið er að miða við nýgengistölur sem eru allt of háar, og af hverju ekki er tekið tillit til hlutfalls jákvæðra sýna. 4/4— Jóhanna Jakobsdóttir, PhD (@jjakobsdottir) April 20, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Sóttkvíarhótel aðeins skylda fyrir farþega frá örfáum löndum þegar ný lög taka gildi Íslendingar klóra sér margir í kollinum eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar reglur á landamærunum voru boðaðar. Eins og staðan er núna, má segja að breytingin sé aðallega sú að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 20. apríl 2021 18:14 Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. 20. apríl 2021 16:25 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Kynningin á þessu var mjög ruglingsleg satt best að segja og ekki til þess fallin að vekja traust til aðgerðanna,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Missum af löndum Af kynningu ríkisstjórnarinnar hefði mátt ráða að algjör skyldudvöl á sóttkvíarhóteli gilti aðeins um þrjú lönd á heimsvísu; Curaçao, Bermúda og San Marínó en þar er nýgengi fyrir allt landið yfir 1.000 á hverja 100 þúsund íbúa. Við nánari eftirgrennslan er hins vegar miðað við að fyrirkomulagið gildi í ríkjum þar sem nýgengið hefur náð 1.000 í héraði eða landssvæði innan þess. Algjör skyldudvöl á sóttkvíarhóteli mun því gilda um ferðalanga frá Hollandi, Póllandi, Frakklandi og Ungverjaland, að því gefnu að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Jóni Magnúsi þykir miklir annmarkar á þessu fyrirkomulagi. „Í fyrsta lagi er það að miðað sé við þessa rosalega háu nýgengistölu sem er ekki í notkun hjá ECDC (Sóttvarnastofnun Evrópu) í áhættuflokkun mismunandi landa. Það að miða við verstu stöðu innan hvers lands og nota þessa háu nýgengistölu missir af þeim löndum þar sem staðan er mjög slæm alls staðar en ekki alveg 1000 á hverja hundrað þúsund, eins og til dæmis Svíþjóð og Eistland. Þetta eru lönd sem eru með nýgengi yfir 750 yfir allt en samt ekki neitt eitt hérað sem stendur upp úr,“ segir Jón Magnús. ** Sjá einnig viðbót neðst í textanum, hef gert viðbætur inni í megintextanum ef viðeigandi ** Ekki láta blekkja ykkur...Posted by Jón Magnús Jóhannesson on Þriðjudagur, 20. apríl 2021 Þannig má nefna að samkvæmt tölum frá Sóttvarnastofnun Evrópu er nýgengi um 770 í Svíþjóð og Eistlandi en 563 í Hollandi og 762 í Frakklandi. Nýgengið er öllu hærra í Póllandi og Ungverjalandi, eða 839 og 861. „Þetta missir af löndum þar sem sjúkdómsbyrðin er meiri en ná ekki þessari í rauninni handahófskenndu nýgengistölu sem var hent þarna fram. Þannig að þetta er ekki góð leið að meta áhættu á því hvort ferðalangur sé líklegur til að vera með smit, því við vitum ekki frá hvaða héraði fólk er að ferðast.“ Áhyggjur af undanþágum Þá þykir honum, eins og staðan er nú í það minnsta, óljóst hvaða undanþágur er miðað við fyrir þá sem koma frá löndum þar sem nýgengi er á milli 750 og 1000. Undanþágur séu jafnframt nauðsynlegar. „Svo ég hef bæði áhyggjur af því að það séu engar undanþágur þegar nýgengi er skilgreint 1000 og yfir og að það séu illa skilgreindar undanþágur fyrir þennan 750-1000 hóp,“ segir Jón Magnús. „Hvað átt er við með undanþágum þarf að liggja fyrir sem fyrst svo fólk geti áttað sig á því við hverju má búast.“ Hlutfall jákvæðra sýna ætti að taka með Jón Magnús telur að í stað þess að miða við nýgengið 1.000 ætti að miða við 500. „Eins og ECDC gerir. Það má deila um hvort miða ætti við verstu stöðuna í hverju landi eða allt landið en mér fyndist eðlilegast að miða við nýgengi yfir landið allt. Ef eitt lítið, fámennt hérað – það er auðvelt fyrir þau að ná rosalega háu nýgengi á meðan þjóðin er ekki með stóran faraldur. Þannig að það þarf að fara varlega að alhæfa út frá nýgengi vissra héraða sem eru gjörólík í samfélagsbyggingu og mannfjölda.“ Þá telur Jón Magnús að taka eigi með í reikninginn hlutfall jákvæðra sýna. Honum virðist ekki að það sé gert nú – þó að komið gæti á daginn að það yrði. „Sums staðar þar sem faraldur er mjög þungur er í sumum tilfellum vangreint. Ef við tökum sem dæmi tvö lönd með sama nýgengi; 5 prósent sýna frá öðru landinu eru jákvæð en 50 prósent sýnanna jákvæð frá hinu landinu, þá er augljóst að seinna landið er að vangreina mjög mörg tilfelli. Þess vegna notar ECDC líka þetta til að skilgreina hááhættusvæði, svo hægt sé að gera ráð fyrir löndum sem geta ekki tekið öll sýni sem þarf, kannski vegna innviða eða aðstæðna,“ Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur tekur undir þetta sjónarmið á Twitter í dag. Það þarf að útskýra fyrir almenningi af hverju verið er að miða við nýgengistölur sem eru allt of háar, og af hverju ekki er tekið tillit til hlutfalls jákvæðra sýna. 4/4— Jóhanna Jakobsdóttir, PhD (@jjakobsdottir) April 20, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Sóttkvíarhótel aðeins skylda fyrir farþega frá örfáum löndum þegar ný lög taka gildi Íslendingar klóra sér margir í kollinum eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar reglur á landamærunum voru boðaðar. Eins og staðan er núna, má segja að breytingin sé aðallega sú að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 20. apríl 2021 18:14 Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. 20. apríl 2021 16:25 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24
Sóttkvíarhótel aðeins skylda fyrir farþega frá örfáum löndum þegar ný lög taka gildi Íslendingar klóra sér margir í kollinum eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar reglur á landamærunum voru boðaðar. Eins og staðan er núna, má segja að breytingin sé aðallega sú að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 20. apríl 2021 18:14
Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. 20. apríl 2021 16:25