Drekkja sorgum sínum á sóttkvíarhótelinu Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 15:26 Eitt stærsta hótel landsins er um þessar mundir sóttkvíarhótel, þar sem fólk er fast inni í herbergi í minnst fimm daga. Þá verður að hafa eitthvað við að vera og margir treysta þar á Bakkus. Vísir/Egill Ekkert kemur í veg fyrir að fólk neyti áfengis á sóttkvíarhótelinu á Fosshóteli, nema ef vera skyldi að það á auðvitað ekki heimangengt úr sóttkví í Vínbúðina. Sú verslun býður ekki upp á heimsendingu. Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41