Gleðilegan dag jarðarinnar Gréta María Grétarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 09:01 Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun