Hraðvirk réttindaskerðing Olga Margrét Cilia skrifar 23. apríl 2021 08:01 Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun