Segist hvorki hafa tæklað neinn harkalega né kýlt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 21:31 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, og Ísak Snær. ÍA Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að æfingaleikur KR og ÍA í knattspyrnu hefði verið flautaður af þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þar sem mönnum var svo heitt í hamsi. Ísak Snær Þorvaldsson segir málið vera blásið allverulega upp. Í stöðunni 3-0 kom upp atvik þar sem átti að hafa soðið upp úr. Leikmaður ÍA átti þá að hafa sparkað í mann og annan. Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, á að hafa flautað af í kjölfarið þar sem það gekk illa að róa mannskapinn. Umræddur leikmaður var Ísak Snær Þorvaldsson, miðjumaður ÍA. Hann segir málið blásið upp og þvertekur fyrir að hafa slegið leikmann KR líkt og Kristján Óli Sigurðsson, reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football, sagði á Twitter. Ísak Snær missti hausinn gegn KR í æfingaleik.Kýlir Arnþór Inga straujar vinstri bakvörðunni og segir svo við Kr-inga suck my dick og grípur um tittlinginn á sér. — Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 22, 2021 „Ég kýli aldrei leikmann KR. Hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess hann var pirraður yfir einhverju sem gerðist áður. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum þá var það ekki ætlunin," segir Ísak Snær í viðtali við Fótbolti.net nú í kvöld. Einnig sagði Ísak Snær að hann hefði ekki „straujað“ vinstri bakvörð KR-inga. „Hann ætlaði að hlaupa í gegn fyrir aftan mig, það eina sem ég geri er að stíga til hliðar og láta hann hlaupa á mig. Mér hefur verið sagt að gera það síðan ég var 15 ára og það hefur aldrei verið dæmt á það. Ef að leikmaðurinn meiddist eitthvað við það þá biðst ég bara afsökunar á því,“ bætti miðjumaðurinn ungi við. „Ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn, þá komu tveir KR-ingar og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig. Einn af þeim baðst síðan afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því," segir Ísak að lokum. Þá tók hann fram að bæði lið hafa viljað klára leikinn en dómarinn hafi einfaldlega ekki verið sammála. Pepsi Max-deildin fer af stað 30. apríl með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda. Íþróttadeild Vísis spáir því að ÍA endi í 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Í stöðunni 3-0 kom upp atvik þar sem átti að hafa soðið upp úr. Leikmaður ÍA átti þá að hafa sparkað í mann og annan. Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, á að hafa flautað af í kjölfarið þar sem það gekk illa að róa mannskapinn. Umræddur leikmaður var Ísak Snær Þorvaldsson, miðjumaður ÍA. Hann segir málið blásið upp og þvertekur fyrir að hafa slegið leikmann KR líkt og Kristján Óli Sigurðsson, reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football, sagði á Twitter. Ísak Snær missti hausinn gegn KR í æfingaleik.Kýlir Arnþór Inga straujar vinstri bakvörðunni og segir svo við Kr-inga suck my dick og grípur um tittlinginn á sér. — Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 22, 2021 „Ég kýli aldrei leikmann KR. Hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess hann var pirraður yfir einhverju sem gerðist áður. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum þá var það ekki ætlunin," segir Ísak Snær í viðtali við Fótbolti.net nú í kvöld. Einnig sagði Ísak Snær að hann hefði ekki „straujað“ vinstri bakvörð KR-inga. „Hann ætlaði að hlaupa í gegn fyrir aftan mig, það eina sem ég geri er að stíga til hliðar og láta hann hlaupa á mig. Mér hefur verið sagt að gera það síðan ég var 15 ára og það hefur aldrei verið dæmt á það. Ef að leikmaðurinn meiddist eitthvað við það þá biðst ég bara afsökunar á því,“ bætti miðjumaðurinn ungi við. „Ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn, þá komu tveir KR-ingar og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig. Einn af þeim baðst síðan afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því," segir Ísak að lokum. Þá tók hann fram að bæði lið hafa viljað klára leikinn en dómarinn hafi einfaldlega ekki verið sammála. Pepsi Max-deildin fer af stað 30. apríl með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda. Íþróttadeild Vísis spáir því að ÍA endi í 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira