Sjötíu dagar síðan Njarðvíkingar unnu síðast leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 14:30 Jón Arnór Sverrisson og félagar í Njarðvík þurfa nauðsynlega á sigri að halda. vísir/vilhelm Njarðvíkingar geta endað mjög langa bið eftir sigri í kvöld þegar þeir heimsækja Grindvíkinga í Röstina í fyrsta leik Suðurnesjaliðanna tveggja eftir kórónuveirustopp. Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Sjá meira
Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Sjá meira