Þegar réttur eins kann að skaða annan Hildur Ösp Gylfadóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifa 23. apríl 2021 12:30 Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun