Umfjöllun og viðtöl: KR – Haukar 69-72 | Lygilegur endir í Vesturbæ Árni Jóhannsson skrifar 25. apríl 2021 21:54 Vísir/Daníel Þór Haukar eru enn á lífi í botnbaráttunni í Domino's deild karla eftir lygilegar lokasekúndur í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn skipti bæði lið máli en KR er að reyna að festa sig í sessi í topp fjórum í efri hluta deildarinnar á meðan Haukar róa lífróðurinn svokallaða á botni deildarinnar. Það var því eftirvænting eftir því hvernig leikurinn þróaðist en eftir spennandi leik unnu Haukar sigur, 69-72 eftir að Hansel Atencia skoraði sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Bæði lið voru ekki að finna sig í sóknarleiknum á löngum köflum í leiknum en eftir að hafa átt auðvelt með að finna leiðina að körfunni fundu bæði liðin ryþma í varnarleiknum sínum sem gerði það að verkum að lítið var skorað og hittni, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna, var slæm. Liðin náðu ekki að slíta sig frá hvoru öðru en mesti munur á liðunum í hálfleik var fimm stig en bæði lið náðu þeim mun. Haukar komu virkilega ákafir út í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Lykilatriðin hjá þeim voru að spila góða vörn, ná í sóknarfráköst og nýta seinni tækifærin. Það gekk fyrstu fimm mínútur þriðja leikhluta en þá var eins og bæði liðin hafi lent á vegg í sóknarleiknum og ekki var neitt skorað fyrr en á seinustu mínútu þriðja fjórðungs. Haukar voru heppnir að KR náði ekki að nýta sér tækifærið þegar þeim gekk illa og leiddu með fimm stigum fyrir lokaátökin. KR byrjaði loka fjórðunginn betur og skoruðu fyrstu átta stigin í honum og komust því yfir. Þá fór í gang langur kafli þar sem liðiin skiptust á körfum en þegar um tvær mínútur voru eftir þá leiddu heimamenn með sjö stigum 69-62. Haukar náðu vopnum sínum heldur betur og skoruðu eins og glöggir lesendur sjá 10 síðustu stig leiksins. KR fékk heldur betur tækifærin til að klára leikinn en í jafnri stöðu, 69-69, þegar 10 sek. voru eftir þá stal Hansel Atencia boltanum af Matthíasi Orra, geystist upp völlinn. Skaut langt fyrir utan þriggja stiga línuna og smellti boltanum niður, spjaldið ofan í. Haukar keyra aftur á Ásvelli með stigin og stoltið og mega vera ánægðir með sig. Afhverju unnu Haukar? Þetta er einfalt. Þeir skoruðu sigurkörfuna. Liðin voru að spila svipaðan leik þannig að bæði lið hefðu getað unnið en KR nýtti ekki sín tækifæri til að klára leikinn á meðan Haukar nýttu öll sín tækifæri í lok leiks til að ná í sigurinn. Bestir á vellinum? Jalen Jackson hefur fundið fjölina sína fyrir Hauka að því er virðist og leiddi lokasárásina á KR mjög vel í kvöld. Hann skilaði 20 stigum og níu fráköstum og má eiginlega segja að margar af körfunum skiptu miklu máli fyrir hans menn í kvöld. Hjá KR hafa margir spilað sóknarleikinn betur en Bandon Nazione skoraði 17 stig og náði í sex fráköst. Tölfræði sem vakti athygli Tyler Sabin skoraði ekki nema 13 stig í kvöld og komu 11 þeirra í fyrri hálfleik. Þrettánda stigið kom þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þjálfari KR hafði orð á því í viðtali eftir leik að sóknarleikur hans manna væri í niðursveiflu og stigaskor Tylers væri merki um það. Hvað næst? Bæði lið eiga strembin verkefni fyrir höndum en Haukar taka á móti Tindastól á fimmtudaginn næsta á meða KR fer til Keflavíkur og etur kappi við toppliðið. Það kannski hentar þeim betur að spila þann leik á útivelli en þeim gengur mikið betur úti. Darri: Sóknarleikurinn var það sem var í lagi framan af hjá okkur „Matti bara rennur eða Hansel nær bara að stela boltanum en það voru möguleikar eftir fyrstu aðgerð í sókninni. Ég hefði náttúrlega getað teiknað eitthvað betur upp miðað við hvernig þetta fór“, voru fyrstu viðbrögð Darra Freys Atlasonar þjálfara KR eftir svekkjandi tap fyrir Haukum. Hann var spurður því næst hvort Matthías Orri hefði átt að reyna að ná í sniðskotið eins og hann gerði. „Nei við teiknuðum það nú ekki upp þannig að fyrsti maður sem greip boltann ætti að keyra á körfuna. Það komu þarna tálbeitur og Tyler var opinn t.d. en hann átti klárlega þennan möguleika. Við bara misstum boltann. Leikurinn tapaðist ekki þarna. Við áttum að vera í allt annarri stöðu þegar þangað var komið. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum fimm stigum yfir þegar um 30 sek. voru eftir.“ Darri var spurður út í gengi KR á heimavelli en KR hafa unnið tvo af níu leikjum sínum í DHL höllinni. Þjálfarinn var stuttur í spuna í svari sínu „Nei veistu það er bara út af því að helmingur leikjanna er spilaðu heima og helmingur leikjanna er spilaður úti og við erum búnir að tapa þessum leikjum heima.“ Að lokum var þjálfari KR spurður út í frammistöðu Tyler Sabin sem átti mjög erfitt uppdráttar í dag og var hann inntur eftir þvi hvort eitthvað amaði að hjá honum eða hvort Haukar hefðu gert vel í að stoppa hann. „Við erum bara á slæmum stað sóknarlega þessa dagana og hann er okkar aðalsprauta í þeim efnum. Þetta hefur verið svona í nokkra leik en þetta var það sem var í lagi framan af hjá okkur. Við töpuðum leikjunum meira á hinum endanum. Við þurfum að finna eitthvað út úr þessu og sjá hvað er að. Við fáum ágætis tækifæri til þess á móti Keflavík.“ Dominos-deild karla Haukar KR Tengdar fréttir Sævaldur: Himneskt Það var lygilegur endir í DHL höllinni fyrr í kvöld þegar botnliðið náði sigrinum af KR með seinasta skoti leiksins. Sævaldur Bjarnason þjálfari Hauka var augljóslega mjög ánægður og mætti segja að hann hafi verið í sjöunda himni með 69-72 sigur sinna manna. 25. apríl 2021 21:26
Haukar eru enn á lífi í botnbaráttunni í Domino's deild karla eftir lygilegar lokasekúndur í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn skipti bæði lið máli en KR er að reyna að festa sig í sessi í topp fjórum í efri hluta deildarinnar á meðan Haukar róa lífróðurinn svokallaða á botni deildarinnar. Það var því eftirvænting eftir því hvernig leikurinn þróaðist en eftir spennandi leik unnu Haukar sigur, 69-72 eftir að Hansel Atencia skoraði sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Bæði lið voru ekki að finna sig í sóknarleiknum á löngum köflum í leiknum en eftir að hafa átt auðvelt með að finna leiðina að körfunni fundu bæði liðin ryþma í varnarleiknum sínum sem gerði það að verkum að lítið var skorað og hittni, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna, var slæm. Liðin náðu ekki að slíta sig frá hvoru öðru en mesti munur á liðunum í hálfleik var fimm stig en bæði lið náðu þeim mun. Haukar komu virkilega ákafir út í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Lykilatriðin hjá þeim voru að spila góða vörn, ná í sóknarfráköst og nýta seinni tækifærin. Það gekk fyrstu fimm mínútur þriðja leikhluta en þá var eins og bæði liðin hafi lent á vegg í sóknarleiknum og ekki var neitt skorað fyrr en á seinustu mínútu þriðja fjórðungs. Haukar voru heppnir að KR náði ekki að nýta sér tækifærið þegar þeim gekk illa og leiddu með fimm stigum fyrir lokaátökin. KR byrjaði loka fjórðunginn betur og skoruðu fyrstu átta stigin í honum og komust því yfir. Þá fór í gang langur kafli þar sem liðiin skiptust á körfum en þegar um tvær mínútur voru eftir þá leiddu heimamenn með sjö stigum 69-62. Haukar náðu vopnum sínum heldur betur og skoruðu eins og glöggir lesendur sjá 10 síðustu stig leiksins. KR fékk heldur betur tækifærin til að klára leikinn en í jafnri stöðu, 69-69, þegar 10 sek. voru eftir þá stal Hansel Atencia boltanum af Matthíasi Orra, geystist upp völlinn. Skaut langt fyrir utan þriggja stiga línuna og smellti boltanum niður, spjaldið ofan í. Haukar keyra aftur á Ásvelli með stigin og stoltið og mega vera ánægðir með sig. Afhverju unnu Haukar? Þetta er einfalt. Þeir skoruðu sigurkörfuna. Liðin voru að spila svipaðan leik þannig að bæði lið hefðu getað unnið en KR nýtti ekki sín tækifæri til að klára leikinn á meðan Haukar nýttu öll sín tækifæri í lok leiks til að ná í sigurinn. Bestir á vellinum? Jalen Jackson hefur fundið fjölina sína fyrir Hauka að því er virðist og leiddi lokasárásina á KR mjög vel í kvöld. Hann skilaði 20 stigum og níu fráköstum og má eiginlega segja að margar af körfunum skiptu miklu máli fyrir hans menn í kvöld. Hjá KR hafa margir spilað sóknarleikinn betur en Bandon Nazione skoraði 17 stig og náði í sex fráköst. Tölfræði sem vakti athygli Tyler Sabin skoraði ekki nema 13 stig í kvöld og komu 11 þeirra í fyrri hálfleik. Þrettánda stigið kom þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þjálfari KR hafði orð á því í viðtali eftir leik að sóknarleikur hans manna væri í niðursveiflu og stigaskor Tylers væri merki um það. Hvað næst? Bæði lið eiga strembin verkefni fyrir höndum en Haukar taka á móti Tindastól á fimmtudaginn næsta á meða KR fer til Keflavíkur og etur kappi við toppliðið. Það kannski hentar þeim betur að spila þann leik á útivelli en þeim gengur mikið betur úti. Darri: Sóknarleikurinn var það sem var í lagi framan af hjá okkur „Matti bara rennur eða Hansel nær bara að stela boltanum en það voru möguleikar eftir fyrstu aðgerð í sókninni. Ég hefði náttúrlega getað teiknað eitthvað betur upp miðað við hvernig þetta fór“, voru fyrstu viðbrögð Darra Freys Atlasonar þjálfara KR eftir svekkjandi tap fyrir Haukum. Hann var spurður því næst hvort Matthías Orri hefði átt að reyna að ná í sniðskotið eins og hann gerði. „Nei við teiknuðum það nú ekki upp þannig að fyrsti maður sem greip boltann ætti að keyra á körfuna. Það komu þarna tálbeitur og Tyler var opinn t.d. en hann átti klárlega þennan möguleika. Við bara misstum boltann. Leikurinn tapaðist ekki þarna. Við áttum að vera í allt annarri stöðu þegar þangað var komið. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum fimm stigum yfir þegar um 30 sek. voru eftir.“ Darri var spurður út í gengi KR á heimavelli en KR hafa unnið tvo af níu leikjum sínum í DHL höllinni. Þjálfarinn var stuttur í spuna í svari sínu „Nei veistu það er bara út af því að helmingur leikjanna er spilaðu heima og helmingur leikjanna er spilaður úti og við erum búnir að tapa þessum leikjum heima.“ Að lokum var þjálfari KR spurður út í frammistöðu Tyler Sabin sem átti mjög erfitt uppdráttar í dag og var hann inntur eftir þvi hvort eitthvað amaði að hjá honum eða hvort Haukar hefðu gert vel í að stoppa hann. „Við erum bara á slæmum stað sóknarlega þessa dagana og hann er okkar aðalsprauta í þeim efnum. Þetta hefur verið svona í nokkra leik en þetta var það sem var í lagi framan af hjá okkur. Við töpuðum leikjunum meira á hinum endanum. Við þurfum að finna eitthvað út úr þessu og sjá hvað er að. Við fáum ágætis tækifæri til þess á móti Keflavík.“
Dominos-deild karla Haukar KR Tengdar fréttir Sævaldur: Himneskt Það var lygilegur endir í DHL höllinni fyrr í kvöld þegar botnliðið náði sigrinum af KR með seinasta skoti leiksins. Sævaldur Bjarnason þjálfari Hauka var augljóslega mjög ánægður og mætti segja að hann hafi verið í sjöunda himni með 69-72 sigur sinna manna. 25. apríl 2021 21:26
Sævaldur: Himneskt Það var lygilegur endir í DHL höllinni fyrr í kvöld þegar botnliðið náði sigrinum af KR með seinasta skoti leiksins. Sævaldur Bjarnason þjálfari Hauka var augljóslega mjög ánægður og mætti segja að hann hafi verið í sjöunda himni með 69-72 sigur sinna manna. 25. apríl 2021 21:26
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti