Bóluefnið frá Noregi komið til landsins Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 17:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kann Norðmönnum bestu þakkir. Vísir/Vilhelm Síðdegis í dag bárust til landsins 16.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca sem Norðmenn hafa veitt Íslendingum að láni. Byrjað verður að bólusetja með efninu strax í næstu viku í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis um notkun þess. Greint var frá því í fyrradag að ruglingur hafi skapast í Noregi þegar Íslendingar tilkynntu þessi áform Norðmanna um lán, enda höfðu þarlend stjórnvöld þá ekki sent út tilkynningu þess efnis. Það gerðu þau stundu síðar og nú er efnið komið í réttar hendur. Norðmenn hafa gert hlé á bólusetningu með AstraZeneca bóluefninu og er beðið ákvörðunar um framhaldið meðan nefnd sérfræðinga sem norsk heilbrigðisyfirvöld skipuðu til að leggja mat á notkun bóluefnisins kemst að niðurstöðu. Norska lýðheilsustofnunin átti því á lager 216.000 skammta af AstraZeneca bóluefninu með fyrningu í júní og júlí. Norsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að lána Svíum 200.000 skammta og Íslendingum 16.000 skammta sem þjóðirnar munu greiða til baka með AstraZeneca í sama magni þegar Norðmenn kalla eftir því. Fram undan eru langumfangsmestu bólusetningarvikur hér á landi og í næstu viku verða 25.000 bólusett, meðal annars með norska AstraZeneca-efninu. „Samstarf Norðurlandanna við öflun bóluefna og við framkvæmd bólusetninga hefur verið náið og er Norðmönnum við þetta tækifæri sérstaklega þakkað fyrir lánið á bóluefninu, en það mun styrkja bólusetningaráætlun Íslands,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. 22. apríl 2021 09:59 Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að ruglingur hafi skapast í Noregi þegar Íslendingar tilkynntu þessi áform Norðmanna um lán, enda höfðu þarlend stjórnvöld þá ekki sent út tilkynningu þess efnis. Það gerðu þau stundu síðar og nú er efnið komið í réttar hendur. Norðmenn hafa gert hlé á bólusetningu með AstraZeneca bóluefninu og er beðið ákvörðunar um framhaldið meðan nefnd sérfræðinga sem norsk heilbrigðisyfirvöld skipuðu til að leggja mat á notkun bóluefnisins kemst að niðurstöðu. Norska lýðheilsustofnunin átti því á lager 216.000 skammta af AstraZeneca bóluefninu með fyrningu í júní og júlí. Norsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að lána Svíum 200.000 skammta og Íslendingum 16.000 skammta sem þjóðirnar munu greiða til baka með AstraZeneca í sama magni þegar Norðmenn kalla eftir því. Fram undan eru langumfangsmestu bólusetningarvikur hér á landi og í næstu viku verða 25.000 bólusett, meðal annars með norska AstraZeneca-efninu. „Samstarf Norðurlandanna við öflun bóluefna og við framkvæmd bólusetninga hefur verið náið og er Norðmönnum við þetta tækifæri sérstaklega þakkað fyrir lánið á bóluefninu, en það mun styrkja bólusetningaráætlun Íslands,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.
Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. 22. apríl 2021 09:59 Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. 22. apríl 2021 09:59
Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39