Jafnóþægilegt í seinni sýnatökunni og þeirri fyrri Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2021 21:01 Hrafnhildur Sunna Atladóttir var ekki sérlega hrifin af sýnatökunni í dag. Vísir/Arnar Um sjötíu manns hafa greinst með kórónuveiruna í tengslum við hópsýkinguna á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Um 150 börn af leikskólanum fóru í seinni skimun á Suðurlandsbraut í dag. Tíu greindust með Covid-19 í gær, þar af voru níu í sóttkví. Hundrað þrjátíu og fjórir eru nú í einangrun á landinu, átta hundruð og tólf í sóttkví og fjórir á sjúkrahúsi. Flest smit síðustu daga tengjast nokkrum afmörkuðum hópsýkingum. Sú stærsta tengist leikskólanum Jörfa í Reykjavík og telur nú um sjötíu manns, þar af eru börn tæplega helmingur. Um 150 krakkar úr Jörfa fóru í seinni skimun í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut í dag. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur segir að vel hafi gengið að skima börnin, sem mörg séu þó hrædd við sýnatökuna. „Þau eru það. Umhverfið þarna inni - þetta er ógnvekjandi, eins og maður segir. Það eru einstaklingar í grænum búningum sem taka á móti þeim með grímur og skjöld þannig að aðstæðurnar sjálfar eru pínu skrýtnar.“ Krakkar sem fréttastofa ræddi við eftir sýnatöku í dag voru upplitsdjarfir - en sammála um óþægindin. Hvernig var að fara í sýnatöku? „Ekki gott,“ sagði Anna Margrét Albertsdóttir, sjö ára nemandi í Sæmundarskóla. Var settur pinni langt upp í nef kannski? „Já. Þetta var jafnóþægilegt og seinast.“ Fórstu nokkuð að gráta? „Já.“ Beðið eftir sýnatöku í dag.Vísir/arnar Hrafnhildur Sunna Atladóttir nemandi á Jörfa var heldur ekki hrifin af sýnatökunni. Hún kvaðst ekki hafa farið að gráta og var spennt fyrir heilum þremur íspinnum sem henni hafði verið lofað að lokinni sýnatöku í dag. Viðtölin við Önnu Margréti, Hrafnhildi Sunnu og Ingibjörgu Rós má horfa á í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09 Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Tíu greindust með Covid-19 í gær, þar af voru níu í sóttkví. Hundrað þrjátíu og fjórir eru nú í einangrun á landinu, átta hundruð og tólf í sóttkví og fjórir á sjúkrahúsi. Flest smit síðustu daga tengjast nokkrum afmörkuðum hópsýkingum. Sú stærsta tengist leikskólanum Jörfa í Reykjavík og telur nú um sjötíu manns, þar af eru börn tæplega helmingur. Um 150 krakkar úr Jörfa fóru í seinni skimun í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut í dag. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur segir að vel hafi gengið að skima börnin, sem mörg séu þó hrædd við sýnatökuna. „Þau eru það. Umhverfið þarna inni - þetta er ógnvekjandi, eins og maður segir. Það eru einstaklingar í grænum búningum sem taka á móti þeim með grímur og skjöld þannig að aðstæðurnar sjálfar eru pínu skrýtnar.“ Krakkar sem fréttastofa ræddi við eftir sýnatöku í dag voru upplitsdjarfir - en sammála um óþægindin. Hvernig var að fara í sýnatöku? „Ekki gott,“ sagði Anna Margrét Albertsdóttir, sjö ára nemandi í Sæmundarskóla. Var settur pinni langt upp í nef kannski? „Já. Þetta var jafnóþægilegt og seinast.“ Fórstu nokkuð að gráta? „Já.“ Beðið eftir sýnatöku í dag.Vísir/arnar Hrafnhildur Sunna Atladóttir nemandi á Jörfa var heldur ekki hrifin af sýnatökunni. Hún kvaðst ekki hafa farið að gráta og var spennt fyrir heilum þremur íspinnum sem henni hafði verið lofað að lokinni sýnatöku í dag. Viðtölin við Önnu Margréti, Hrafnhildi Sunnu og Ingibjörgu Rós má horfa á í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09 Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09
Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59
Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23