Jafnóþægilegt í seinni sýnatökunni og þeirri fyrri Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2021 21:01 Hrafnhildur Sunna Atladóttir var ekki sérlega hrifin af sýnatökunni í dag. Vísir/Arnar Um sjötíu manns hafa greinst með kórónuveiruna í tengslum við hópsýkinguna á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Um 150 börn af leikskólanum fóru í seinni skimun á Suðurlandsbraut í dag. Tíu greindust með Covid-19 í gær, þar af voru níu í sóttkví. Hundrað þrjátíu og fjórir eru nú í einangrun á landinu, átta hundruð og tólf í sóttkví og fjórir á sjúkrahúsi. Flest smit síðustu daga tengjast nokkrum afmörkuðum hópsýkingum. Sú stærsta tengist leikskólanum Jörfa í Reykjavík og telur nú um sjötíu manns, þar af eru börn tæplega helmingur. Um 150 krakkar úr Jörfa fóru í seinni skimun í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut í dag. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur segir að vel hafi gengið að skima börnin, sem mörg séu þó hrædd við sýnatökuna. „Þau eru það. Umhverfið þarna inni - þetta er ógnvekjandi, eins og maður segir. Það eru einstaklingar í grænum búningum sem taka á móti þeim með grímur og skjöld þannig að aðstæðurnar sjálfar eru pínu skrýtnar.“ Krakkar sem fréttastofa ræddi við eftir sýnatöku í dag voru upplitsdjarfir - en sammála um óþægindin. Hvernig var að fara í sýnatöku? „Ekki gott,“ sagði Anna Margrét Albertsdóttir, sjö ára nemandi í Sæmundarskóla. Var settur pinni langt upp í nef kannski? „Já. Þetta var jafnóþægilegt og seinast.“ Fórstu nokkuð að gráta? „Já.“ Beðið eftir sýnatöku í dag.Vísir/arnar Hrafnhildur Sunna Atladóttir nemandi á Jörfa var heldur ekki hrifin af sýnatökunni. Hún kvaðst ekki hafa farið að gráta og var spennt fyrir heilum þremur íspinnum sem henni hafði verið lofað að lokinni sýnatöku í dag. Viðtölin við Önnu Margréti, Hrafnhildi Sunnu og Ingibjörgu Rós má horfa á í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09 Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Tíu greindust með Covid-19 í gær, þar af voru níu í sóttkví. Hundrað þrjátíu og fjórir eru nú í einangrun á landinu, átta hundruð og tólf í sóttkví og fjórir á sjúkrahúsi. Flest smit síðustu daga tengjast nokkrum afmörkuðum hópsýkingum. Sú stærsta tengist leikskólanum Jörfa í Reykjavík og telur nú um sjötíu manns, þar af eru börn tæplega helmingur. Um 150 krakkar úr Jörfa fóru í seinni skimun í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut í dag. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur segir að vel hafi gengið að skima börnin, sem mörg séu þó hrædd við sýnatökuna. „Þau eru það. Umhverfið þarna inni - þetta er ógnvekjandi, eins og maður segir. Það eru einstaklingar í grænum búningum sem taka á móti þeim með grímur og skjöld þannig að aðstæðurnar sjálfar eru pínu skrýtnar.“ Krakkar sem fréttastofa ræddi við eftir sýnatöku í dag voru upplitsdjarfir - en sammála um óþægindin. Hvernig var að fara í sýnatöku? „Ekki gott,“ sagði Anna Margrét Albertsdóttir, sjö ára nemandi í Sæmundarskóla. Var settur pinni langt upp í nef kannski? „Já. Þetta var jafnóþægilegt og seinast.“ Fórstu nokkuð að gráta? „Já.“ Beðið eftir sýnatöku í dag.Vísir/arnar Hrafnhildur Sunna Atladóttir nemandi á Jörfa var heldur ekki hrifin af sýnatökunni. Hún kvaðst ekki hafa farið að gráta og var spennt fyrir heilum þremur íspinnum sem henni hafði verið lofað að lokinni sýnatöku í dag. Viðtölin við Önnu Margréti, Hrafnhildi Sunnu og Ingibjörgu Rós má horfa á í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09 Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09
Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59
Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23