Elva Hrönn vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:19 Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, er í hópi þeirra sem sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Elva Hrönn er 37 ára, frá Akureyri en hefur búið í Reykjavík síðastliðin tólf ár. Þetta kemur fram í tilkynningu um framboð Elvu Hrannar. Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins. ,,Ég hef verið virk í stefnumótun hreyfingarinnar og er annar hópstjóra í málefnahóp um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni. Árið 2018-2019 gegndi ég embætti alþjóðafulltrúa Ungra vinstri grænna (UVG) og sat í framkvæmdastjórn ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) 2018-2019 sem fulltrúi Socialistisk Ungdom i Norden. Árið 2019-2020 sat ég í sérstökum vinnuhópi á vegum Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og UNR um líffræðilega fjölbreytni og sótti á þeim vettvangi meðal annars opinn fund Sameinuðu þjóðanna og loftslagsráðstefnu árið 2019. Þetta var mikil reynsla sem nýtist mér svo sannarlega í dag,“ er haft eftir Elvu í tilkynningu. Elva er fædd og uppalin á Akureyri en flutti þaðan tvítug að aldri. Þá hefur hún búið erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. „Í velferðarríki eins og Íslandi á ekkert okkar að þurfa að líða skort af neinu tagi og gildir einu hver við erum, hvaðan- eða úr hvaða aðstæðum við komum. Ég legg áherslu á jafnrétti (til heilsu, menntunar, atvinnutækifæra, kynjajafnrétti og svo framvegis), jöfnuð, náttúruna, réttlát umskipti í loftslagsmálum, málefni útlendinga og annarra jaðarsettra hópa, vinnumarkaðinn og húsnæðismál,“ segir Elva. „Á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda hefur margt gott og þarft áunnist. Það verður þó alltaf nóg af verkefnum því það fylgir samfélagi í stöðugri þróun. Ég vil leggja mitt af mörkum við að halda áfram því góða starfi sem okkar fólk hefur lagt línurnar að og vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem samfélagið okkar kallar á,“ segir ennfremur í tilkynningu. „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar. Við stöndum nú á krossgötum því þrátt fyrir erfiða og krefjandi tíma höfum við í höndunum einstakt tækifæri til að núllstilla okkur og halda áfram veginn með grænni lausnum og sjálfbærari hætti og er nýsköpun mikilvæg sem aldrei fyrr. Ekkert okkar á að verða eftir þegar kemur að þeim aðgerðum og hér þarf að stuðla enn betur að félagslegri hagsæld samhliða þeirri efnahagslegu.“ Elva Hrönn er í sambúð með Andra Rey Haraldssyni, framkvæmdastjóra Ákvæðisstofu rafiðna og saman eiga þau tvö börn. Elva Hrönn er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnunartækni (Grafisk Designteknologi) frá Nordjyllands Erhvervsakademi í Álaborg, Danmörku, og er stúdent frá listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54 Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins. ,,Ég hef verið virk í stefnumótun hreyfingarinnar og er annar hópstjóra í málefnahóp um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni. Árið 2018-2019 gegndi ég embætti alþjóðafulltrúa Ungra vinstri grænna (UVG) og sat í framkvæmdastjórn ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) 2018-2019 sem fulltrúi Socialistisk Ungdom i Norden. Árið 2019-2020 sat ég í sérstökum vinnuhópi á vegum Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og UNR um líffræðilega fjölbreytni og sótti á þeim vettvangi meðal annars opinn fund Sameinuðu þjóðanna og loftslagsráðstefnu árið 2019. Þetta var mikil reynsla sem nýtist mér svo sannarlega í dag,“ er haft eftir Elvu í tilkynningu. Elva er fædd og uppalin á Akureyri en flutti þaðan tvítug að aldri. Þá hefur hún búið erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. „Í velferðarríki eins og Íslandi á ekkert okkar að þurfa að líða skort af neinu tagi og gildir einu hver við erum, hvaðan- eða úr hvaða aðstæðum við komum. Ég legg áherslu á jafnrétti (til heilsu, menntunar, atvinnutækifæra, kynjajafnrétti og svo framvegis), jöfnuð, náttúruna, réttlát umskipti í loftslagsmálum, málefni útlendinga og annarra jaðarsettra hópa, vinnumarkaðinn og húsnæðismál,“ segir Elva. „Á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda hefur margt gott og þarft áunnist. Það verður þó alltaf nóg af verkefnum því það fylgir samfélagi í stöðugri þróun. Ég vil leggja mitt af mörkum við að halda áfram því góða starfi sem okkar fólk hefur lagt línurnar að og vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem samfélagið okkar kallar á,“ segir ennfremur í tilkynningu. „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar. Við stöndum nú á krossgötum því þrátt fyrir erfiða og krefjandi tíma höfum við í höndunum einstakt tækifæri til að núllstilla okkur og halda áfram veginn með grænni lausnum og sjálfbærari hætti og er nýsköpun mikilvæg sem aldrei fyrr. Ekkert okkar á að verða eftir þegar kemur að þeim aðgerðum og hér þarf að stuðla enn betur að félagslegri hagsæld samhliða þeirri efnahagslegu.“ Elva Hrönn er í sambúð með Andra Rey Haraldssyni, framkvæmdastjóra Ákvæðisstofu rafiðna og saman eiga þau tvö börn. Elva Hrönn er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnunartækni (Grafisk Designteknologi) frá Nordjyllands Erhvervsakademi í Álaborg, Danmörku, og er stúdent frá listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54 Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54
Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels